80’s þemavika!

BC 80s_ENDVikuna 30.jan-5.feb ætlum við að henda okkur í glimmergallann og hafa 80’s þemaviku! Eins og allir vita var níundi áratugurinn einn sá skemmtilegasti sem sögur fara af, tískan var hreint út sagt mögnuð, tónlistin gjörsamlega sturluð en ekki má gleyma hvað líkamsræktin var svaðalega töff á þessum tíma. Þú getur séð gott dæmi um það hér á Youtube.

Við ætlum ekki alveg að ganga svo langt að taka samhæfðar danshreyfingar á æfingum en við ætlum hins vegar að blasta tónlistina og hvetja þá sem vilja skarta fatnaði með vísun í þennan áratug að gera það óhikað.

Á laugardaginn verða mestu partýæfingarnar með öllum bestu slögurunum, glimmerljósum og meira tilheyrandi. Láttu þig hlakka til og ekki láta þig vanta í þessari fjörugu viku!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050