Áskoranir ársins 2018!

Við munum að sjálfsögðu halda áfram mánaðarlegu áskorununum okkar á þessu ári! Nú þegar hafa yfir 200 manns klárað að lágmarki eina áskorun en til þess að komast á fánann yfir 2017-2018 árganginn þarf að klára 8 áskoranir á tímabilinu sem endar í september á þessu ári. Það eru því ennþá 8 áskoranir eftir sem hægt er að taka þannig að ef þú mætir í þær allar, þá nærðu markmiðinu!

Margir setja sér áramótaheit sem eru mjög háleit og erfitt að halda. Til að gefa þér meiri möguleika á að ná þínu áramótaheiti, prófaðu að setja þér frekar markmið um að gera eitthvað í staðinn fyrir að gera eitthvað ekki. Þú gætir haft það markmið að komast á fánann okkar í september en í stað þess að hugsa of langt fram í tímann, hvernig væri að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið væri að mæta í janúaráskorunina. Þegar maður tekur eitt skref í einu þá lærir maður fljótt að maður getur alltaf tekið eitt skref til viðbótar í stað þess að horfa of langt fram á veginn þannig að markið virðist óendanlega langt frá. Mörg lítil skref koma þér á leiðarendann og vittu til – þú gætir notið þess að taka ferðalagið á þann hátt!

Fyrsta áskorun ársins 2018 verður haldin laugardaginn 20.janúar kl.10:00.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050