Áskorun 3

Dags: 18.nóvember 2017

Tími: 10:00

Lykilorð: LIÐAVINNA!!!

Þá er komið að þriðju áskoruninni en að þessu sinni kallast hún HEILAGA ÞRENNAN.

Hún fer þannig fram að þeir sem mæta í hana setja nafn sitt í pott og verður dregið um hvaða ÞRÍR liðsmenn vinna saman í áskoruninni. Þú lendir því mjög líklega með einhverjum sem þú þekkir jafnvel ekki neitt og hefur aldrei æft með áður. Eftir upphitun í boði þjálfaranna þar sem liðsmennirnir fá að kynnast betur innbyrðis er komið að sjálfu áskorunarverkefninu:

Hópurinn klárar 1.000 endurtekningar saman sem skiptast niður á ÞRJÁR ólíkar hreyfingar: kaloríur í vél (t.d. róðra- eða skíðavél), clean og press með sandpoka (aðeins þrjár þyngdir í boði) og súperfroska. Hópurinn má skipta endurtekningunum sín á milli að vild en þjálfarar stýra því hvenær má skipta um æfingu og færa sig í þá næstu.

Til að auka spennuna þá munu liðsmennirnir í  upphafi draga miða úr potti sem tilgreinir hvaða truflun hópurinn þeirra fær í áskoruninni. Á hverri mínútu sem það tekur hópinn að komast í gegnum áskorunina, lenda þeir í truflun sem þarf að klára. Upplifun hópanna gæti því verið ólík í lokin þar sem um ræðir ÞRJÁR mismunandi truflanir fyrir hópana sem gerir þetta enn meira spennandi.

Eins eru ÞRJÁR reglur sem þú þarft að vita fyrir áskorunina:
Kl. 10:00 verður hurðunum inn í salinn læst og enginn fær að vera með sem er ekki mættur inn í salinn fyrir þann tíma.

Truflanirnar verða ekki gefnar upp fyrirfram en hópurinn ræður hver eða hverjir í hópnum þeirra tækla truflunina hverju sinni en einn liðsmaður má alltaf halda söfnuninni fyrir liðið áfram á meðan.

ALLIR lenda í random liði út frá því hvernig dregið er í þau úr pottinum. Það má undir engum kringumstæðum reyna að fara fram hjá því eða mynda hópa á annan hátt s.s. með því að skipta um hóp. Tilgangurinn er að vinna með nýjum aðilum, læra að þekkja sína eigin styrkleika sem og veikleika ásamt því að fara út fyrir þægindarammann.

Nú er bara að gíra sig í þetta, passa að vekjaraklukkan bregðist ykkur ekki og um að gera að æfa hreyfingarnar ÞRJÁR sem þið vitið að koma (kaloríur í vél, clean & press og súperfroskar).

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050