Aukaæfingar (11.-17. sept)

BC æfing vikunnar

Hitaðu upp í 10 mínútur, þú ferð eins margar umferðir í gegnum og þú getur á þeim tíma. Settið: 10 hnébeygjur, 10 stjörnuplankar, 10 róður í böndum og 10 armbeygjur. Vandaðu þig en haltu tempóinu góðu.

Verkefni 1
3 umferðir: 10 goblet hnébeygjur + 10 bicep + 10 goblet hnébeygjur + 10 bicep.
Eftir hverja umferð hefur þú val um að gera annað hvort 100 skæri eða 50 plank jacks.

Áskorun 1
Taktu 100 ketilbjöllusveiflur í eins fáum settu og þú getur. Ef þú stoppar þá þartu að taka 10 axlapressur/push press með bjölluna áður en þú mátt halda áfram.

Hlaup: 1-2 km

Verkefni 2
2 umferðir: 20 gleiðar armbeygjur + 10 gleiðar upphífingar + 20 þröngar armbeygjur + 10 þröngar upphífingar.
Eftir hvora umferð hefur þú valið um að gera annað hvort 50 hálfar situps eða 50 hálfar V-ups

Áskorun 2
100 axlaflug án þess að stoppa. Ef þú stoppar þá þarftu að gera 30 teygja í tær áður en þú mátt halda áfram.

Strength

Hnébeygjur. Hitaðu upp og vertu klár í hnébeygjusett.
Byrjaðu á því að taka 3 umferðir af 3-6 lyftum þar sem þú þyngir í hverju setti. Eftir það eru:
4 umferðir af 4 lyftum þar sem þú stoppar niðri í fullar 2 sekúndur og í kjölfarið tekur þú 3 max hopp (hoppar eins hátt og þú mögulega getur, um að gera að hafa eitthvað viðmið, eitthvað til að hoppa í).

Úthald

5 km hlaup. Á 1 km fresti stoppar þú til þess að klára 20 armbeygjur og 20 hnébeygjur.

 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050