Aukaæfingar (18.-24. sept)

BC æfing vikunnar

Verkefni 1.
20-18-16-14-12-10-8-6-4-2 thrusters. Eftir annað hvert sett tekur þú sett A og eftir hitt settið tekur þú B.
A) 10 róður í böndum + 10 V-ups
B) 10 stjörnuplankar + 10 tvöfaldir súperman

Verkefni 2.
200 skæri. Ef þú ferð úr stöðu þá missir þú 10 endurtekningar.
150 hnúahnébeygjur. Ef þú ferð úr stöðu þá missir þú 10 endurtekningar.
100 axlaflug. Ef þú ferð úr stöðu þá missir þú 10 endurtekningar.
Í öllum þessum hreyfingum er hægt að stoppa án þess að fara úr stöðu, það er leyfilegt. Verið ákveðin við ykkur og reynið að klára þetta eins vel og þið getið og án þess að fara úr stöðunni.

Strength

Hitaðu upp í 10-15 mín.
10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 Bekkpressa og hang clean.
Þú klárar 10 bekkpressur og 10 hang clean áður en þú fækkar endurtekningunum niður í 9 fyrir báðar æfingar o.s.frv. Þú getur þyngt í hverri umferð eða tekið stærri stökk í þyngdaraukningu sjaldnar í gegnum verkefnið.

Úthald

Kláraðu settið eins oft og þú getur á 30 mínútum.
500m hlaup + 20 upphífingar/róður í böndum
500m róður í róðravél + 20 froskar með hoppi.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050