Aukaæfingar (21.8-27.8)

BC æfing vikunnar 

Kláraðu verkefnin í réttri röð. Fyrsta verkefnið er pýramídi af hnébeygjuhoppum. Eftir hvert sett í pýramídanum þá gerir þú sett sem breytist aldrei. Vertu viss um að vanda þig í öllum endurtekningum, kláraðu verkefnin hratt en örugglega.

10-20-30-20-10 hnébeygjuhopp
20 axlaflug + 20 framstig + 20 stjörnuplankar

1000m hlaup 80-100% tempói (settu þér krefjandi tíma viðmið til að tækla)

10-20-30-20-10 armbeygjur (kryddaðu armbeygjurnar með því að breyta um týpu; spiderman, með klappi ofl.)
20 hnúahnébeygjur + 20 tvöfaldir súperman + 20 hálfar V-ups

 

Strength

Hnébeygjur, hitaðu upp og finndu 2 DM.

Eftir að þú finnur 2 DM þá notaru hlutfall af þeirri þyngd í settin sem koma.

4 lyftur með 90-92,5%
6 lyftur með 85-87,5%
8 lyftur með 80-82,5%

Eftir hvert sett eru 10 upphífingar.

 

Úthald

Langt hlaup. Hlauptu langa hlaup vikunnar í dag. Vegalengdin fer eftir því hve vanur/vön þú ert að hlaupa, allt frá 5-15 km. Ef þú ert vanur hlaupari tekur þú 15 km en ef þú ert ekki svo vanur hlaupari þá minnkar þú vegalengdina en ekki fara minna en 5 km.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050