Aukaæfingar (28.08.17-03.09.17)

BC æfing vikunnar 

Upphitun: 20 situps + 20 hnébeygjur + 20 armbeygjur + 1000m hlaup + 20 situps + 20 hnébeygjur + 20 armbeygjur.

Aðalverkefni: Keyrðu hratt og örugglega í gegnum settið en vertu viss um að gera allar endurtekningar vel. Hver umferð hefur mismunandi upphífingategundir og mis margar endurtekningar. Æfingarnar 3 sem koma í kjölfarið breytast ekki.

  • 10 upphífingar – 8 gleiðar upphífingar – 6 mountain climber upphífingar – 8 þröngar upphífingar – 10 chinups.
  • 20 front rack hnébeygjur
  • 20 hernaðarbrölt
  • 20 liggjandi fótaréttur

Strength

Push press og bekkpressa

Hitaðu upp og finndu svo 2 DM með nokkrum settum. 10-6-4-2-2-2. Eftir hvert sett tekur þú 20 pull a parts og 5 sprengjuhopp.

Eftir Push pressið tekur þú þyngdina sem þú náðir mest þar í bekkpressu og sett í kjölfarið.

4-6 bekkpressur
8-12 upphífingar
30 sek max metrar í vél (róðravél/skíðavél)

Þetta sett tekur þú eins oft og þú þarft þar til að þú ert búin/nn með 500-600m í vélinni.

Úthald

Tempóhlaup. Hlauptu styttri vegalengd sem þú veist að  þú getur tekið á góðum hraða allan tímann. 3-5 km eins hratt og þú getur.

 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050