Aukaæfingar vikuna 12. – 18. nóv

BC

Æfing vikunnar BC-style. Kláraðu verkefnin í þeirri röð sem þau lesast. Þú þarft að lesa vel til þess að sjá hvaða útgáfu af æfingunum þú tekur og þann endurtekningafjölda sem þú átt að klára. Þú velur, eftir þinni getu en mátt ekki skipta um aðferð eftir að þú hefur byrjað.

Mission 1: 30 hangandi fótalyftur, ef hné snerta olnboga, annars 60 hangandi fótalyftur + 50 ofurfroskar ef þú tekur armbeygjurnar á tánum og bringan snertir gólfið, ef þú mætir ekki þessum stöðlum þá tekur þú 50 súperfroska. Þú mátt skipta á milli æfinganna að vild.

Basic 1: Á 90 sek fresti byrjar nýtt sett. Þú byrjar á því að halda kreppuplanka í 30 sekúndur og hefur þá 60 sek til þess að klára 30 hálfar situps. Hvíld fram að næsta setti. 4 umferðir.

Mission 2: 30 upphífingar, ef þú getur ekki gert upphífingar þá gerir þú 60 róður í böndum + 50 clean og press með sandpoka, ketilbjöllur eða stöng (þyngd að eigin vali). Þú mátt skipta á milli æfinganna að vild. 

Basic 2: Á hverri mínútu í 5 mínútur tekur þú 30 hnébeygjur.

Strength

Clean og front squat.
10-8-6-4-2 power clean eða squat clean. Eftir hvert sett gerir þú kassahopp og upphífingar en fjöldinn er tvöfaldur fjöldinn í clean settinu en þú mátt deila þeirri tölu hvernig sem þú vilt á þessar tvær æfingar (20-16-12-8-4).

Vinnslusett – 5 umferðir
10 front squats (hægt er að miða við 70-80% af þyngdinni í clean-inu)
10 armbeygjur með klappi
20 situps
10 tuck jumps
20 KB snaranir (10 á hvora hendi)

Úthald

5 km hlaup en fyrir hverjar 3 mínútur sem hlaupið tekur þarft þú að gera:
15 armbeygjur
15 hnébeygjur
15 hollow tuck
Æfingarnar gerir þú að hlaupi loknu

 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050