Aukaæfingar vikuna 26. feb – 4. mars

BC

Ein stutt og laggóð í dag. Hitaðu upp til þess að vera klár í verkefnið.

Þú hefur 3:30 til þess að klára hvert hólf fyrir sig. Þú byrjar á hólfi 1 og ef þú nærð því þá ferð þú beint í hólf 2. Þar hefur þú 3:30 í viðbót, eða 7 mín total til að klár hólf 2. Því næst ferð þú í hólf 3 og þá hefur þú að 10:30. Ef þér tekst ekki að klára hólfin á tilsettum tíma þá byrjar þú aftur á því hólfi en hefur þá 30 sekúndum lengri tíma til þess að klára það. 

Hólf 1
40 clean og press með skífu
30 hernaðarbrölt2017_12 BC Aramotakepni 00398
20 liggjandi fótalyftur
10 súperfroskar
Hólf 2
40 zigzag froskar
30 ketilbjöllusveiflur
20 þröngar armbeygjur
10 leggjast á kviðinn og standa upp
Hólf 3
40 bekkpressur með skífu
30 diskó froskar
20 bícep með ketilbjöllu
10 áttur

Strength – Axlapressa

Hitaðu upp – vertu klár í sitjandi axlapressu.

Hér vinnum við með sitjandi axlapressu ásamt mismunandi milliæfingum. Milliæfingarnar eru tilgreindar, þú gerir milliæfinguna eftir hvert sett sem við á.
2×10 – 10 framhallandi öfug flug með handlóð
2×8 – max upphífingar eða 5 negatívar
2×6 – 10 pendlay róður
2×4 – max dýfur eða 5 negatívar

Úthald

Lengri sprettir. Hér skaltu halda því tempói sem þú getur í hverjum sprett fyrir sig með tilliti til fjölda spretta sem eftir eru.

Upphitun: 2 km á rólegu tempói fyrri km og svo 70% hraða seinni km.

Sprettir: 6x400m

Niðurskokk: 2 km á rólegu tempói.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050