Aukaæfingar vikunar (29. okt – 4. nóv)

BC – Stöðumat

Hitaðu upp. Vertu klár til þess að hlaupa á tíma og gera armbeygjur, situps, froska með hoppi og upphífingar. Eins margar endurtekningar og þú getur á 2 mínútum, alltaf færð þú 2 mínútur í pásu áður en þú byrjar á næstu æfingu. 14138802_853177001484537_7327584768848666955_o

 • 3 km hlaup eins hratt og þú getur
  • 2 mín pása
 • 2 mín max armbeygjur
  • 2 mín pása
 • 2 mín max situps
  • 2 mín pása
 • 2 mín max froskar með hoppi
  • 2 mín pása
 • 1 tilraun til þess að taka eins margar upphífingar og þú getur.

Strength – Strength test

Hitaðu upp þannig að þú sért klár í að taka hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Að því loknu skaltu vinna þig upp í þyngd í öllum þessum hreyfingum (í þessari röð) í 20 mínútur. Passaðu að þreyta þig ekki of mikið en þyngdu upp að svona 80-90% af maxinu þínu. Við viljum vera tilbúin/nn til þess að taka miklar þyngdir á næstu 20 mínútum.

 • 20 mín þar sem þú ferð í gegnum þessar hreyfingar (í þessari röð) og tekur alltaf bara eina lyftu af hverri hreyfingu. Markmiðið er að reyna að taka sem þyngstan hring, 1 hnébeyga + 1 bekkpressa + 1 réttstöðulyfta. Besta samanlagða þyngd er þá “skorið” þitt. Njóttu vel! 🙂

Úthald

Run, swim, run. Útfærið á ykkar hátt, það er mögulega hægt að hlaupa í sundlaugina með sundföt með sér, synda og hlaupa svo aftur heim. Einnig er hægt að fara í sundlaug, hlaupa þaðan, synda og hlaupa svo aftur þaðan áður en haldið er heim.

 • 3km hlaup
 • 500m sund
 • 3km hlaup
Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050