Besta árið!

want_youÁrið 2017 hefur heldur betur byrjað af krafti. Fólk sinnti greinilega heilsunni vel um jólin, mætti grimmt á æfingar og fékk aðeins aukalega af svefni og alvöru mat. Það er heldur betur að skila núna og harka æfingarnar munu magnast jafnt og þétt næstu vikurnar. Við ætlum okkur nefnilega að skila af okkur metfjölda af fólki á þessu ári sem er í DÚNDURFORMI, ekki bara venjulegu góðu formi heldur above and beyond.

Það verður nóg framundan á árinu sem við erum að stefna að sem við viljum fá ÞIG með okkur í! Af því sem við ætlum okkur að tækla er meðal annars:

  • Hell weekend með fyrrum Navy SEALs þjálfurum
  • Laugavegshlaup
  • halda og sigra Guardians of the Hammer keppnina
  • taka þátt í sem flestum keppnum og hlaupum
  • fara í æfingaferð erlendis
  • klára alls kyns nýjar áskoranir og aukaæfingar samhliða BC-æfingunum

Nú viljum við að ÞÚ setjir þér háleit markmið fyrir árið og leitir til okkar með ráðleggingar um hvernig best er að ná þeim markmiðum sem þú setur þér. Við erum til taks og meira en peppuð fyrir því að leiða þennan hóp áfram út fyrir mörk þess sem hann heldur að hann geti.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050