Áskorun 2 – Bleika fimman

Næsta áskorun okkar verður haldin laugardaginn 21.október kl.09:00 og með henni viljum við vekja athygli á „Bleikum október“ sem er átak til að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Við viljum skora á alla sem mæta í áskorunina að koma með 1.000kr sem við munum safna saman og leggja til Krabbameinsfélags Íslands.

Áskorunin ber heitið „Bleika FIMMAN“ og er svohljóðandi:

Klára þarf hverja af þeim 5 mini-áskorunum sem hér birtast og byrjar kl.09:00 laugardaginn 21.október. Þjálfarar verða á staðnum og aðstoða þá sem þurfa á hjálp að halda við einhvern hluta þeirra.

Stelpur byrja að klára mini-áskoranir A1 og A2 en strákar byrja að klára mini-áskoranir B1 og B2. Eftir þann hluta sem hvort kyn byrjar á að klára fara allir í mini-áskorun C (hlaupið) og þá er hinn hlutinn kláraður.

A1) 3 umferðir af 20 upphífingum, 40 armbeygjum og 60 hnébeygjum. Hægt er að fá aðstoð í upphífingunum.

A2) 2 umferðir af pýramída: 5-10-15-20-15-10-5 á hvorn fót af uppstigum með fastan fót á kassa (5 á hvorn fót, 10 á hvorn fót o.s.frv.) Við upphaf hverrar mínútu þarf að taka truflun: í fyrri pýramídanum eru það 5 froskar með hoppi en í seinni pýramídanum eru það 5 deck squats. Þá má nýta restina af hverri mínútu til að vinna sig upp/niður pýramídann.

B1) Stigi niður, 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 endurtekningar af kengúrum með thruster. Eftir hvert þrep stigans þarf að klára 10 róður í böndum og 20 situps.

B2) Klára þarf 1.000 endurtekningar samtals af 5 æfingum (200 af hverri þeirra). Það má skipta á milli æfinganna að vild og brjóta þannig tölurnar upp í minni sett. Æfingarnar eru: skæri – zig zag froskar – einfaldur súperman – zig zag kviður – bootstrappers.

C) Hlaupa Himnastigahringinn ásamt stóra hringnum (ca. 4km). Þeir sem geta ekki hlaupið fá viðeigandi áskorun frá þjálfara í staðinn.

flowers-pink-design-and-breast-cancer-awareness-ribbon-video-animation-hd-1920x1080_4yuw_vw4l__F0010

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050