Boot Camp

BootCamp_front

Janúarsprengja # 1: 6 vikur í stað fjögurra

Ef tveir eða fleiri skrá sig saman á fjögurra vikna Boot Camp námskeið, fá þeir 2 vikur aukalega og gildir kortið þeirra því í 6 vikur. Hversu gott er það: að mæta með vin með sér og fá 50% lengingu á kortinu sínu fyrir það eitt?

Verð: 16.990kr fyrir 6 vikur í BC í stað fjögurra.

Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggið ykkur aukavikurnar tvær!

Janúarsprengja #2: Vinamánuður

Margir hafa prófað hjá okkur áður eða vita bara að þetta er það sem þeir vilja gera. Það er mjög handhægt og þægilegt að kaupa árskort: þú greiðir 9.990kr á mánuði og færð fyrir það námskeið hjá okkur ásamt fullum aðgangi að Sporthúsinu. Þeir sem gera árssamning hjá okkur í janúarmánuði fá að bjóða vini eða maka með sér í heilan mánuð frítt.

Verð: 9.990kr á mánuði í 12 mánuði en frír mánuður fyrir vin fylgir með.

Komdu í afgreiðslu Sporthússins og gerðu árssamning til að fá vinamánuð frítt með.

 

Um kerfið

Boot Camp æfingar eru besta leiðin til að koma þér í besta form sem völ er á. Æfingarnar eru gríðarlega krefjandi sem styrkir þig ekki aðeins líkamlega heldur líka andlega. Þú munt komast að því að mörk þín liggja talsvert utar en þú hélst áður og við munum hjálpa þér að færa þau enn lengra.

Fyrsta Boot Camp námskeiðið var haldið í Faxafeni haustið 2004 og hefur æfingakerfið verið í stöðugri þróun síðan þá. Á hverri æfingu eru Boot Camparar settir í gegnum erfiðar áskoranir og verkefni þar sem þú verður oft að treysta á hópinn á sama tíma og þú leggur þig fram í þágu annarra. Það er fátt sem þjappar fólki betur saman en að ganga í gegnum erfiðleika og samvinna er því oft lykillinn að því að komast á næsta stig. Á sama tíma og aðrir fá þig til að gera meira en þú hélst mögulegt, hjálpar þú þeim á móti að leggja einnig harðar að sér.

Í Boot Camp notum við okkar eigin líkama fyrst og fremst en nýtum auk þess sandpoka, ketilbjöllur, sleða, boxpúða, kaðla o.fl. til að gera æfingarnar sem fjölbreyttastar. Frá upphafi Boot Camp hafa aldrei verið tvær nákvæmlega eins æfingar og þú veist ekki hvað þú ert að fara að takast á við fyrr en að því kemur.

Stígðu út fyrir þægindarammann til að öðlast andlegan styrk og líkamlega getu sem hjálpar þér á öllum sviðum lífsins.

Sumartilboð Boot Camp: æfðu með okkur fram til 1. september fyrir aðeins 29.990kr!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050