Drumbamission

logs

Í maíáskoruninni ætlum við að ýta ykkur veeeeeel út fyrir þægindarammann en við höfum sett saman eitt svaðalegt DRUMBAMISSION fyrir ykkur, gott fólk! Þið þurfið ekkert að vita meira en það að dagurinn er 19.maí, tímasetningin er 0900 og við mælum með að þið komið í peysu eða með eitthvað yfir axlirnar því það verður mikil nánd við drumbinn í ca. 90-120 mínútur.

Við munum raða ykkur í lið eftir hæð svo ef einhver vill endilega vera með öðrum aðila sem er hærri en þið, þá er bara um að gera að smella sér í háa hæla og bæta þannig nokkrum sentimetrum á sig.

Við hlökkum gríðarlega til að leyfa ykkur að upplifa þessa snilld.

Í júní verður áskorunin svo einstaklega skemmtileg en þá verður þriggja manna liðakeppni svo til að taka þátt þarftu að finna einhverja 2 aðra með þér í lið. Keppnin verður á færi allra þar sem liðsmenn nýta mismunandi styrkleika sína til að koma liði sínu sem hraðast í gegnum brautina. Einn liðsmaður sér því um styrktarhlutann sem samanstendur af hnébeygjum og bekkpressu, annar sér um þrekhlutann þar sem er m.a. ketilbjöllusnatch, armbeygjur og situps, sá þriðji sér um þolið og að lokum sameina þeir krafta sína í lokin en þá mega þeir allir hjálpast að. Þetta verður gríðarlega skemmtileg og hressandi áskorun sem verður haldin laugardaginn 16.júní.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050