Esjan 2.0

Hvað ætlar þú að gera með okkur næstu helgi?

Næsta áskorun er handan við hornið! Við stefnum hátt en ekki bara einu sinni…

Áskorunin fer fram laugardaginn 21.júlí og er mæting kl.09:00 við Esjurætur. Áskorunin felst í því að fara upp að steini og aftur niður tvisvar sinnum… hið minnsta. Það er vegna þess að þér stendur til boða að bæta við þriðju ferðinni þinni og vinna þér þannig inn aukaáskorun. Hvað munar um eina ferð fyrir Boot Campara sem GETUR ALLT?!!

Gerðu ráð fyrir góðri útiveru og klæddu þig eftir veðri. Við mælum með einhverri smá næringu í föstu eða fljótandi formi því þetta gæti tekið dágóða stund. Veldu eitthvað sem fer vel í magann þinn og þú ert spennt/ur fyrir að fá þér til að viðhalda orkunni. Svo er jafnvel eitt súkkulaðistykki gott í kjölfarið til að kýla góðri orku í þig. Ekki gleyma síðan brúsa til að drekka úr en það er hægt að fylla á hann á leiðinni.

esjan

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050