Grunnnámskeið BC

Þann 7. október næstkomandi hefst nýtt grunnnámskeið hjá okkur í BC. Frá sumrinu hafa öll kortin okkar verið gullkort sem þýðir að þú getur mætt í hvaða tíma sem er í stundatöflu, allt eftir því hvað hentar þér og markmiðum þínum best. Æfingakerfin okkar eru því ekki lengur flokkuð sem “námskeið” heldur mismunandi áherslur á æfingum sem standa öllum okkar meðlimum til boða.

Við heyrum enn af því reglulega að einhverjir áhugasamir um að æfa hjá okkur ætli að “koma sér í form fyrst”. Annað hvort tekur það mjög langan tíma hjá sumum að koma sér á þann stað að þeir treysti sér á æfingar eða þeir telja að formið sem þeir þurfi að ná áður þurfi að vera á óraunhæfu stigi. Hið rétta er að ALLIR sem hafa metnað og löngun til að komast í besta form lífs síns, andlega sem líkamlega, geta byrjað og náð frábærum árangri hjá okkur. Það er hins vegar val hvers og eins hvernig hann ákveður að byrja. Sumir vilja demba sér beint út í djúpu laugina og mæta eitursvalir á Boot Camp æfingar á meðan aðrir vilja koma sér rólega af stað og byggja sig upp jafnt og þétt. Grunnnámskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru að snúa aftur eftir fjarveru eða hafa ekki lagt í að prufa áður. Um er að ræða fjögurra vikna langt námskeið þar sem æfingarnar munu byggja upp grunnþol og -styrk ásamt því að auka þrautseigju þátttakenda og kenna þeim hvernig æfingakerfin okkar virka.

Það er engin skylda fyrir nýja meðlimi að klára grunnnámskeið en við mælum þó að sjálfsögðu með því. Eftir hvert námskeið fá þátttakendur persónulegar ráðleggingar um hvernig best er að setja upp eigin æfingarútínu og nýta til þess þau ólíku kerfi sem BC-batteríið samanstendur af. Það geta allir fundið sig í BC og grunnnámskeiðið er fyrsta skrefið til þess að ná hámarksárangri. Ekki hika – skráðu þig núna!

7. október – 1. nóvember

Mánudaga – miðvikudaga – föstudaga kl.18:15-19:15

Verð: 22.990

Innifalið í verði er frír mánuður í BC að grunnnámskeiði loknu (til og með 1. desember)

60169335_10157315685719390_1321447757784809472_o

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050