Gull í sumar!

Margir sem æfa hjá okkur hafa prófað öll æfingakerfin okkar og finna hvaða árangri er hægt að ná í hverju og einu. Af þeim eru einnig margir sem kjósa að geta valið um hvaða æfingu sem er í stundatöflunni okkar, eftir því hvernig stemningin er þann daginn og hvað löngunin kallar í. Fyrir þá aðila bjóðum við upp á svokallað gullkort en það er áskrift sem gefur þér aðgang að öllum okkar æfingum og er því betur hægt að sérsníða æfingavikuna eftir þínum þörfum og markmiðum.

Á sumrin eru oft breyttar forsendur hjá fólki: vinnutímar breytast, í sumarfríinu er oft meiri tími aflögu eða fólk vill bara hreinlega hreyfa sig meira. Þá er um að gera að kíkja á sumargullkortið okkar.

Sumargullkort Boot Camp uppfærir núverandi kort þitt (sama hvort það er hefðbundið sumarkort, árssamningur eða annað) og gefur þér færi á að mæta á allar okkar æfingar að vild í allt sumar eða fram til 1.september.

Verðið á þessari uppfærslu er aðeins 10.000kr fyrir allt sumarið. Kíktu í afgreiðslu Sporthússins, segðu að þú viljir fá þér gullkortsuppfærsluna í BC í sumar og kíktu á allt það sem við höfum upp á að bjóða!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050