Hlaupaæfingar

Að vera með gott úthald er einn besti mælikvarðinn á hreysti og er hlaupaúthald eitthvað sem við trúum staðfastlega að allir ættu að sinna og halda í. Það skilar sér í þrekæfingum líkt og Boot Camp og Base Camp, bætir líkamlegt atgervi og heilbrigði og hjálpar til við að skapa stælta og skilvirka líkama. Við bjóðum upp á tvær hlaupaæfingar á viku með þjálfara þar sem lykilatriði eru gæði umfram magn og að hámarka árangurinn fyrir þann tíma sem lagður er í æfingarnar. Æfingarnar eru ólíkar í uppsetningu og langt í frá einhæfar svo þú getur því mætt á þær báðar ef þú vilt taka hlaupagetu þína á næsta stig. Líkt og vitur maður sagði ekki fyrir löngu síðan: það er enginn lélegur að hlaupa nema hann ákveði það sjálfur”.

Esprit de Corps er á þriðjudögum kl.17:15. Þetta eru markvissar úthaldsæfingar þar sem liðavinna er í hávegum höfð. Í réttu umhverfi nær maður að leggja enn harðar að sér og með því fært mörk sín lengra. Æfingarnar byggja upp á hlaupum ásamt öðrum úthaldsæfingum en fara fram utandyra og því betra að búa sig undir hvað sem er. Þú bætir súrefnisupptöku þína og eykur hraða þinn í hlaupum sem og öðrum úthaldsgreinum.

Hlaupahópurinn okkar hittist svo á fimmtudögum kl.17:15 og vinnur í hraðaþoli sínu í hlaupum. Æfingarnar fara fram utandyra allan ársins hring og sannast enn og aftur hið margkveðna: það er aldrei vont veður – maður getur eingöngu verið ekki nægilega vel útbúinn.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050