Hlaupaæfing 20.04.17

Hlaupaæfing

arnarHver hefur ekki gott og gaman af því að skella sér út að hlaupa, fá ferskt loft og njóta umhverfisins. Núna hefur þú alla vega enga afsökun til þess að gera það ekki.
40 mínútna hlaupaæfing en við ætlum að búta hana aðeins
niður. Þú hleypur eftir klukkunni þinni og þarft því ekkert sérstakt hlaupaúr til þess taka þessa æfingu.

Byrjum á 10 mínútum þar sem þú skokkar og tekur 100 háar hnélyftur og 100 hæla í rass. Þú ræður hvenær þú gerir það á þessum 10 mínútum og þú ræður hvernig þú skiptir því upp.

Næstu 25 mínúturnar hleypur þú stigvaxandi spretti milli 3ja ljósastaura og rólega næstu 3 ljósastaura. Þú finnur sjálf/ur út hversu hratt þú ferð í sprettunum, þú þarft að geta gert þetta í 20 mínútur svo ekki sprengja þig algjörlega á fyrstu sprettunum. Eftir 10 mínútur tekur þú þér smá pásu frá hlaupunum og tekur 100 hnébeygjur og 100 armbeygjur, skiptir því upp að vild og heldur svo áfram hlaupunum.

Síðustu 5 mínúturnar notar þú til þess að hlaupa heim. Ekki hlaupa of hratt, nýttu þetta sem niðurskokk.

Mundu svo að teygja vel á vöðvunum í fótleggjunum, kálfavöðvum og lærvöðvum.

 

Engar afsakanir! Engin uppgjöf! Hámarks árangur!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050