Jóladagskráin okkar

Það verður heldur betur þétt og góð dagskrá hjá okkur þessi jólin. Við höfum alltaf haft það að vana að brjóta upp hefðbundna dagskrá okkar og hvetja okkar fólk til þess að prófa nýja hluti um jólin. Í dagskránni hér að neðan er að finna heilan helling af skemmtilegum æfingum og viðburðum og við hvetjum þig að taka þátt í sem flestu!

Jólin þurfa ekki að vera tími þar sem öllum heilsusamlega lífsstíl okkar er skipt út fyrir óreglu og gott að gera allt í jafnvægi. Mættu á æfingar til okkar og þú kemur mun ferskari til leiks á nýju ári!

 

caneÞorláksmessa 23. des –  tveggja tíma útiæfing kl.10:00-12:00. Mæting við Háskóla Íslands.

BC salur opinn kl.9-15.


caneAðfangadagur 24. des
BC salur opinn kl.9-15. Risastórt jólaverkefni kynnt á Facebook síðu Boot Camp. Við hjálpumst að við að klára það en það er hægt að leggja sitt af mörkum með því að koma hingað eða hlaupa úti og gera æfingar heima.


caneJóladagur 25. des
BC salur opinn kl.9-15. Frjáls æfing en ef verkefnið frá aðfangadegi er ekki búið, þá hjálpumst við að með að klára það.

 

caneAnnar í jólum 26. des – tveggja tíma æfing kl.11:00-13:00. Mæting í BC salinn. Fyrri klukkutímann verður bæði fjölskylduæfing þar sem við hvetjum þig að taka yngri kynslóðina með í sérstök fjölskylduverkefni því kl.12:00 ætlar jólasveinninn að kíkja á svæðið fyrir þau yngstu. Þeir sem eru að leita að hörkuæfingu fá að sjálfsögðu að taka vel á því allan tímann en seinni klukkutíminn (kl.12-13) verður sérstaklega krefjandi!

 

caneMiðvikudagur 27. desBoot Camp æfingar kl.6:15, 12:00 og 17:15.
Kl.18:15Tækniæfing í ólympískum lyftingum fyrir þá sem vilja prófa og fá kennslu.
Kl.19:15Æfing í ólympískum lyftingum fyrir þá sem hafa grunnþekkingu eða mættu í fyrri klukkutímann þar sem hægt verður að prófa með þyngdum og taka góð vinnslusett.

 

caneFimmtudagur 28. desBase Camp og Strength æfingar kl.6:15, 12:00 og 17:15.
Kl.18:1510km hlaup frá Árbæjarlaug og slökun í pottinum í kjölfarið.

 

caneFöstudagur 29. desBoot Camp æfingar kl.6:15, 12:00 og 17:15 .
Kl.18:15 – “PR & Pizza” þar sem við ætlum að maxa okkur í lyftum og næra okkur beint í kjölfarið (eða á milli setta!)

 

caneLaugardagur 30. des – tveggja tíma útiæfing kl.10:00-12:00. Mæting við Perluna.
BC salur opinn kl.9-15.

 

caneGamlársdagur 31. desGamlársmót BC kl.09:00-14:00. Keppt verður í pörum í þremur ólíkum greinum (styrkur-þrek-þol) þar sem stigahæstu pörin í karla- og kvennaflokki fara í úrslitagreinina. Finndu þér félaga og vertu með í þessu fjöri – allir velkomnir!
Skráning á bootcamp@bootcamp.is. BC salur lokaður fyrir æfingar á meðan.

 

caneNýársdagur 1. janHvíldardagur (stöðin er lokuð).

 

caneÞriðjudagur 2. janBase Camp og Strength æfingar kl.6:15, 12:00 og 17:15.

 

caneMiðvikudagur 3. janallar æfingar skv. stundatöflu

merry-christmas-artwork-4

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050