Jólagleði BC 2016

jolaopnun01Laugardaginn sl. héldum við okkar árlegu jólagleði en við höfum ávallt gert eitthvað skemmtilegt og öðruvísi síðasta laugardaginn fyrir jól. Að þessu sinni var það þrennt sem við höfðum í huga þegar hún var samin:

  • að gera krefjandi verkefni sem væru fjölbreytt
  • að gefa fólki tækifæri á að hefna sín á okkur þjálfurunum
  • að hafa verkefnin þannig að allir gætu gert þau

Það er ekkert auðvelt að semja æfingu sem ótilgreindur fjöldi fólks þurfti að geta gert en eins og allt annað er það bara verkefni sem þarf að leysa. Við settum því upp fimm ólíkar brautir í salnum þar sem hver og ein hafði sitt sérsnið. Brautirnar voru þessar:

  • Rauða brautin: 20 armbeygjur með niðurtogi – 20 róður á slá – 15 diamond armbeygjur – 15 róður í böndum – 10 helvítis armbeygjur – 10 upphífingar.
  • Græna brautin: 50 hnúahnébeygjur – 50 double súperman – 50 zig zag kviður – 50 zig zag froskar – 50 skæri – 50 jumping jacks.
  • Fjólubláa brautin: 60 hnébeygjur – 50 ketilbjöllusveiflur – 40 framstigshopp – 30 good mornings – 20 tuck jumps – 10 froskar með hoppi.
  • Gula brautin: 50 situps – 5 súperfroskar – 40 hernaðarbrölt – 5 súperfroskar – 30 hangandi fótalyftur – 5 súperfroskar.
  • Bláa brautin: 5 kengúrur – 10 sómölsk hopp – 15 bicep-axlapressur – 20 thrusters – 25 clean – 30 bekkpressur.
jolagledi01

Fjörið komið af stað!

Eftir hverja braut fékkstu að miða úr skál með bónusæfingu. Það gátu verið stigaferðir, stjörnuhopp o.fl. eða kakóbolli, óskalag og skúffukaka. Fyrir hvern miða ætluðu þjálfararnir að gera 5 súperfroska.

Það voru á endanum 200 manns sem mættu á þessum þremur tímum og skiluðu af sér samtals 1.026 brautum. Það gerði því í 5.130 súperfroska á þjálfarana sem voru gríðarlega þakklátir fyrir örlætið og dugnaðinn í mannskapnum. Á Facebook síðu okkar má finna heilan helling af myndum úr gleðinni. Ef þú misstir af fjörinu þá verður hægt að koma öll jólin og tækla þessar brautir – við mælum klárlega með því!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050