Keyrðu þig í gang!

Núna er árstíminn þar sem flestir eru tilbúnir að leggja hart að sér að ná árangri. Sumarfríið að baki, rútínan komin aftur í gang en þú vilt væntanlega nýta tímann þinn sem best og vera viss um það að það sem þú leggur á þig skili þér árangri til baka.

Við erum alltaf tilbúin að taka á móti metnaðarfullum einstaklingum sem eru reiðubúnir að stíga út fyrir þægindarammann og þiggja aðstoð okkar til þess. Hópurinn okkar samanstendur af fólki af öllum aldri úr öllum stigum þjóðfélagsins en á það sameiginlegt að vera tilbúið að ýta sér lengra og hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta og leggja þig fram – við sjáum til þess að þú náir árangri og hafir gaman af í leiðinni!

Það er margt í boði þarna úti en við erum 100% örugg um það sem við bjóðum upp á og vitum eftir 13 ára reynslu hvað virkar. Þú þarft bara að prufa til að átta þig á því líka og þá eru allar líkur á að þú verðir ástangin/n af æfingum okkar.

Það er enginn sem æfir einn hjá okkur: þú ert ávallt með 1-3 þjálfara og hóp af flottu fólki sem er komið til okkar með alls kyns markmið sem við hjálpum þeim að ná. Mörgum finnst betra og skemmtilegra að mæta með vini eða maka og til að auðvelda þér ákvörðunina að taka skrefið sem þú augljóslega hefur áhuga á að stíga erum við með kaupauka fyrir þig sem hægt er að virkja út septembermánuð:


6 vikur í stað fjögurra í BC

Ef tveir eða fleiri skrá sig saman á fjögurra vikna námskeið, fá þeir 2 vikur aukalega og gildir kortið þeirra því í 6 vikur. Hversu gott er það: að mæta með vin með sér og fá 50% lengingu á kortinu sínu fyrir það eitt? Það er hægt er að velja um Boot Camp eða Base Camp námskeið og skipta um námskeið á tímabilinu sé þess óskað.

Verð: 16.990kr fyrir 6 vikur í BC í stað fjögurra.

Skráðu ykkur með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggið ykkur aukavikurnar tvær!


Vinamánuður

Margir hafa prófað hjá okkur áður eða vita bara að þetta er það sem þeir vilja gera. Það er mjög handhægt og þægilegt að kaupa árskort: þú greiðir 9.990kr á mánuði og færð fyrir það námskeið hjá okkur ásamt fullum aðgangi að Sporthúsinu. Þeir sem gera árssamning hjá okkur í septembermánuði fá að bjóða vini eða maka með sér í heilan mánuð frítt. Hægt er að gera árssamning í hvaða námskeið sem er hjá okkur og það er hægt að skipta í annað námskeið hvenær sem er á tímabilinu.

Verð: 9.990kr á mánuði í 12 mánuði en frír mánuður fyrir vin fylgir með.

Komdu í afgreiðslu Sporthússins og gerðu árssamning til að fá vinamánuð frítt með.


Grunnnámskeið Strength & Conditioning

Hið vinsæla styrktarprógram okkar hefur verið í gangi í þrjú ár og eru margir gáttaðir á árangrinum sem næst þar. Þann 4. september byrjar fjögurra vikna langt grunnnámskeið hjá okkur þar sem þú lærir allar helstu lyfturnar, hugtökin og færð skilning á hugmyndafræðinni og hverju við reynum að ná fram á æfingum. Þeir sem kaupa sér grunnnámskeið í september fá fjórar vikur í kaupbæti í framhaldstímana strax í kjölfarið, semsagt 8 vikur í stað fjögurra.

Verð: 19.990kr fyrir fjögurra vikna grunnnámskeið í Strength & Conditioning auk fjögurra vikna í framhaldstímunum, samtals 8 vikur.

Skráðu þig með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggðu þér pláss – aðeins 10 sæti laus í hvorn hóp.

> Hópur 1: mán-mið-fös kl.17:15

> Hópur 2: mán-mið kl.19:15 og fös kl.17:15


Tvær kynningarvikur í Skæruliða

Núna er Skæruliðaprógrammið okkar komið á hentugri tíma en áður: kl.16:30-17:15 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það ættu því mun fleiri að geta prufað Skæruliðana nú en áður og til að taka vel á móti þeim, ætlum við að bjóða þeim að prufa æfingarnar í tvær vikur þeim að kostnaðarlausu. Þau þurfa aðeins að skrá sig og mæta til okkar í Sporthúsið. Að þeim vikum liðnum ættu Skæruliðarnir að vera tilbúnir í að klára veturinn með okkur.

Verð: 2 vikur að kostnaðarlausu og svo önnin til jóla á 34.990kr.

Skráðu þig með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggðu þér pláss!

 

Vertu með okkur í haust og leyfðu okkur að hjálpa þér að ná ÞÍNUM markmiðum!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050