Námskeiðin

Boot Camp stöðin í Sporthúsinu býður upp á fjölda æfingakerfa svo þú getur fundið það sem hentar þér best.

Alhliða form

Boot Camp og Base Camp eru sambærileg æfingakerfi þar sem unnið er mikið með eigin líkamsþyngd ásamt sandpokum, ketilbjöllum, boxpúðum o.fl. Þú finnur ekki fjölbreyttari æfingar svo þú staðnar ekki og það verður ávallt spennandi að mæta á æfingu!

Munurinn milli þessara kerfa liggur mestmegnis í ákefðinni og hraðanum. Í Boot Camp halda þjálfarar uppi hraðri keyrslu allan tímann og ýta þér út fyrir þægindarammann. Æfingarnar eru virkilega fjölbreyttar og þú munt kynnast nýjum miserfiðum hreyfingum hjá okkur mjög reglulega.

Í Base Camp færðu að vinna meira á eigin hraða og einblína á að ná virkilega góðum tökum á grunnhreyfingunum áður en farið er í flóknari útgáfur og meiri keyrslu.


Styrkur og hraði

Ef markmið þitt er að hámarka styrk þinn, þá er Strength & Conditioning námskeiðið fyrir þig. Þar notum við stangir, lóð, ketilbjöllur og þyngdar æfingar með eigin líkamsþyngd. Auk þess að auka hámarksstyrk muntu einnig auka snerpu þína, úthald og tæknigetu í lyftingum.

Áður en byrjað er á námskeiðinu þarf að klára helgar-grunnnámskeið þar sem farið er yfir allar helstu hreyfingar í kerfinu ásamt aðferðarfræðinni sem býr að baki því.

Einnig erum við með opnar æfingar í ólympískum lyftingum 1-2 sinnum í viku. Til að mæta á þær þarf fyrst að klára 2 klst langt “workshop” til að læra grunnhreyfingarnar áður en mætt er í opnu tímana með þjálfara.


Úthald

Samhliða því æfingakerfi sem þú stundar hjá okkur, býðst þér þess kostur að mæta með þjálfara á opnu æfingarnar okkar. Við bjóðum upp á úthaldsæfingar sem kallast Esprit de Corps og hlaupahóp sem henta fyrir getustig allra, hvort sem þeir eru byrjendur eða að bæta við færni sína. Þar vinnur þú í úthaldi þínu, bætir súrefnisupptökuna þína sem gerir þig ekki eingöngu að skilvirkari hlaupara heldur einnig í öðrum úthaldsgreinum.

Með því að æfa hjá okkur getur þú sett þér fjölbreytt og krefjandi markmið og nýtt þér færa þjálfara til að ná öllum þínum markmiðum. Sama hversu ólíkar áherslur hver og einn hefur, getur hann fundið viðeigandi þjálfun í þeim ólíku æfingakerfum sem við bjóðum upp á. Þess fyrir utan eru þjálfarar okkar alltaf reiðubúnir að aðstoða þig varðandi aukaæfingar sem geta hjálpað þér betur að ná markmiðum þínum.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050