Fyrir nýliða:

Velkomin í hópinn!

Þú þarft ekki að vera frábær til að byrja, en þú þarft að byrja til að verða frábær.

Skoðaðu
æfingarnar
Sjá nánar
Kynntu þér
stundatöfluna
Sjá nánar
Kíktu til okkar
í frían prufutíma
Skráðu þig
Komdu þér í besta
form lífsins!
Reynslusögur

Algengar spurningar

Þarf ég ekki að vera í góðu formi til að byrja?

Alls ekki! Við höfum heyrt þetta ansi oft en reynsla okkar er sú að þeir sem segja þetta koma því aldrei í verk. Fyrstu tvær vikurnar hjá okkur eru erfiðar eins og búast má við og þú munt eflaust upplifa það að fá harðsperrur í alls kyns vöðva sem þú vissir ekki að væru til! Í lok annarrar viku hafa allir sömu sögu að segja: þetta er geggjað!

Hvernig eru æfingarnar?

Flestir tala um hvað það er gott að þurfa ekki að hugsa um æfingarnar heldur fá þjálfara til að útbúa æfingaplanið fyrir sig. Þú mætir, gerir þitt allra besta í klukkutíma og ert laus. Æfingakerfin okkar eru með ólíkum áherslum en það sem þau eiga sameiginlegt er að það eru engar tvær æfingar alveg eins, við vinnum með alhliða hreyfingar sem nýtast þér í lífinu og þú ert í skemmtilega hvetjandi umhverfi á meðan þú vinnur í að bæta þig.

Hver er munurinn á Boot Camp og Base Camp?

Góð spurning! Bæði æfingakerfin byggja á sömu þjálfunar- og hugmyndafræðinni en æfingarnar eru í eðli sínu ólíkar. Helst er þar munurinn á ákefð og hraða. Í Boot Camp ýtir þjálfarinn þér ennþá lengra og hraðinn á æfingum er oftast meiri. Base Camp æfingar eru alls ekki léttar en þær eru settar þannig upp að hver og einn getur unnið á sínum hraða sem auðveldar mörgum að ná betri tökum á tækni, grunnstyrk og þoli.

Hver er munurinn á Strength og BC æfingum?

Á Strength æfingum er megináherslan á að auka styrk, kraft og snerpu einstaklinga. Þar notum við lyftingastangir og framkvæmum færri en þyngri endurtekningar í æfingunum á meðan BC-æfingar reyna meira á úthaldið og þar er því meira af æfingum með eigin líkamsþyngd, hlaup og stöðug keyrsla. Bæði æfingakerfin svínvirka og stundum þarf fólk að prófa hvort tveggja til að átta sig á hvort höfðar betur til þeirra. Eins geta þjálfarar ráðlagt hvað hentar best út frá markmiðum hvers og eins.

Hvaða árangri get ég náð?

Við höfum ekki enn fundið mörkin á því. Sumir meðlimir okkar hafa verið með okkur í meira en áratug og eru enn að bæta sig á nýjum sviðum. Sama hvert markmið þitt er, þá eru öll tólin til staðar hjá okkur við að hjálpa þér að ná þeim. Fyrsta skrefið er að mæta á æfingarnar, við aðstoðum þig svo með mataræðið, framkvæmum líkamsmælingar, setjum þér ný viðmið í æfingum, hvetjum þig í hinar ýmsu áskoranir o.fl. svo þú nærð sífellt að halda þér við efnið og stefna lengra en áður.

Boot Camp hefur hjálpað mér svo mikið. Ekki bara í líkamsrækt heldur líka í minni vinnu. Það að halda út og vera sífellt að bæta sig er eitthvað sem maður lærir á hverri einustu æfingu. Boot Camp er án efa skemmtilegasta og besta líkamsrækt sem ég hef verið í og ég hlakka alltaf til að fara á æfingu!

Greta Salóme Stefánsdóttir, 30 ára fiðluleikari
Vorið 2008 var ég "plataður" af vini mínum í prufutíma í BootcAmp. Honum á ég mikið að þakka. Ég gersamlega kolféll fyrir þessu concepti. Einfalt, árangursríkt og fáranlega skemmtilegt. Eftir öll þessi ár þá fæ ég ennþá fiðring í magann fyrir hverja einustu æfingu. Ekki bara af því að ég veit að þetta verður hrikalega gaman og erfitt, heldur líka vegna þess hversu fjölbreyttar æfingarnar eru. Hef aldrei farið á sömu æfinguna 2x, það er alltaf eitthvað nýtt. Gríðarlega metnaðarfullir og færir þjálfarar sem hafa þann hæfileika að fá mig til leggja mig 100% fram í hverjum einasta tíma (og jafnvel töluvert meira). Árangurinn hefur svo sannarlega ekki látið á sér standa. Í dag er ég í besta formi lífs míns - so far. Ekki skemmir heldur fyrir að þarna hef ég eignast mína bestu vini og félaga. Takk BootcAmp.
Árni Garðarsson - 43 ára kerfisfræðingur

Ég byrjaði að æfa Boot Camp árið 2014 og var þá í engu formi og ekki búin að æfa íþróttir lengi. Það má segja að Boot Camp hafi gjörsamlega breytt lífi mínu og finnst ég geta sigrað heiminn í dag þökk sé Boot Camp, ég get allt!!

Ég lærði það að þú getur allt sem þú vilt, þú þarft bara að vilja það nógu mikið!

Ég hef prófað öll námskeiðin og elska þau öll!! Svo eru líka svo frábærir þjálfarar í Boot Camp sem gera allar æfingar hrikalega skemmtilegar.

Amalía Ósk Sigurðardóttir - 19 ára nemi

Skráðu þig og byrjaðu strax!

Skráning í prufutíma

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050