Opnar æfingar

Auk þeirra námskeiða sem við starfrækjum allan ársins hring, þá bjóðum við upp á fjölda opinna tíma sem tryggja enn meiri fjölbreytileika og möguleika á að sérhæfa sig enn frekar á ýmsum sviðum. Lykilatriði í þessum æfingum eru gæði umfram magn og að hámarka árangurinn fyrir þann tíma sem lagður er í æfingarnar. Þú getur því mætt á hvaða námskeið sem er hjá okkur en bætt þessum æfingum við til að skerpa á þeim hlutum sem þú leggur áherslu á hverju sinni:

Esprit de Corps eru markvissar úthaldsæfingar þar sem liðavinna er í hávegum höfð. Í réttu umhverfi nær maður að leggja enn harðar að sér og með því fært mörk sín lengra. Æfingarnar byggja upp á fjölda úthaldsæfinga og geta farið fram innandyra sem utan og því betra að búa sig undir hvað sem er. Þú bætir súrefnisupptöku þína og eykur hraða þinn í hlaupum, róðri, hjóli og hvers kyns úthaldsgreinum.

Í ólympískum lyftingum færðu kennslu í réttri tækni bæði í jafnhendingu og snörun, ásamt því að þjálfarar setja upp skynsamar æfingar svo tryggja megi að þú þjálfir upp hreyfingarnar með góðri tækni og yfirsjón.

Hlaupahópurinn okkar hittist einu sinni í viku og vinnur í hraðaþoli sínu í hlaupum. Æfingarnar fara fram utandyra allan ársins hring og sannast enn og aftur hið margkveðna: það er aldrei vont veður – maður getur eingöngu verið ekki nægilega vel útbúinn.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050