Prufur fyrir Hamarinn

Í fyrra settum við saman keppnislið sem fór til Danmerkur og sigraði Guardians of the Hammer keppnina sem var haldin í Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin ár hvert hér heima eða í Danmörku og er barátta í sjö greinum milli okkar og systurstöðvar okkar í Kaupmannahöfn, Kraftværk.

Í ár er komið að því að verja hamarinn en í aðkomuliðinu hefur hingað til ávallt tekist að vinna hamarinn og halda með hann heim á leið. Í ár ætlum við ekki að láta það gerast og ætlum að #SIGRAHAMARINN!

Til þess þurfum við að setja saman okkar öflugasta lið til að takast á við greinarnar sjö en þeim er breytt á hverju ári og hver veit nema ÞÚ sért aðili sem gerir hópinn okkar sterkari? Greinarnar eru mjög ólíkar en við þurfum 3 eða fleiri af hverju kyni í hverja grein og liðið má innihalda 10-12 aðila af hvoru kyni.

Prufurnar fyrir liðið okkar í ár

Prufurnar fyrir greinarnar fara fram dagana 19.-22.júní:

 • Þú velur hvaða greinar þú vilt prufa
 • Þú mætir og gerir þitt besta
 • Þú verður vonandi hluti af öflugum hóp sem mun æfa vel í sumar og ná frábærum árangri saman!

Það skemmtilega við þessar prufur og þessa keppni í heild sinni, er að hver og einn fær að keppa í því sem hann er bestur í og hefur tækifæri til að einblína enn meira á styrkleika sína. Liðsstjórarnir velja saman sterkasta hópinn og liðið æfir saman fyrir keppnina sem fer fram dagana 15.-16.september nk.

Grein 1 – Thruster-þríþraut

Hvar: BC salur og sundlaug Mosfellsbæjar
Hvenær: mánudagur 19.júní kl.19:30

Sund

Staðsetning: sundlaug Mosfellsbæjar
100m sundi (frjáls aðferð)
10 ketilbjölluthrusters (2×16/12kg)
100m sundi (frjáls aðferð)
10 ketilbjölluthrusters (2×16/12kg)

Hjól

Staðsetning: BC salur
30/15cal Assault bike
15 ketilbjölluthrusters (2×16/12kg)
30/15cal Assault bike
15 ketilbjölluthrusters (2×16/12kg)

Hlaup

Staðsetning: BC salur
Stóri hringurinn (1,5km)
30 ketilbjölluthrusters (2×16/12kg)

Grein 2 – Marvaði

Hvar: sundlaug Mosfellsbæjar
Hvenær: mánudagur 20.júní kl.19:30

Max tími í marvaða með úlnliði og hendur fyrir ofan yfirborðið

Grein 3 – Strength & Conditioning

Hvar: BC salur
Hvenær: þriðjudagur 20.júní kl.19:30

Bekkpressa

Max reps bekkpressur með 100/50kg á 3 mínútum.

Power clean

Max reps power clean með 100/60kg á 3 mínútum.

Front squats

Max reps front squats (úr rekka) með 100/70kg á 3 mínútum.

Grein 4 – Boot Camp Chipper

Hvar: BC salur
Hvenær: þriðjudagur 20.júní kl.19:30

Brautin
20 situps með bolta í gólf/tær
15 ofurfroskar af hækkun
10 leggjast á kviðinn og hoppa yfir bekk
5 upphífingar

15 ground to overhead með 2×15,9/10kg handlóð
Klára brautina
15 þyngd uppstig með 2×16/12kg ketilbjöllur
Klára brautina
15 froskar með hoppi í apastigann
Klára brautina
15 hangandi fótalyftur með hné í framhandleggi/upphandleggi

SkiErg

Max vegalengd á 60 sek
Hvíla í 60 sek
Max vegalengd í 60 sek
Hvíla í 60 sek
Max vegalengd í 60 sek

Grein 5 – Mini Strongman

Hvar: BC salur
Hvenær: miðvikudagur 21.júní kl.19:30

Max deadlift með 180/100kg á 60 sek
Hvíla í 3-5 mínútur
Max vegalengd með 160/80kg Tornados á 60 sek (10m vegalengd)
Hvíla í 3-5 mínútur
Max log clean og press með 80/45kg á 60 sek

Grein 6 – Muscle up stigi

Hvar: BC salur
Hvenær: miðvikudagur 21.júní kl.19:30

5/3 muscle ups (eða muscle ups-tilraunir)
30/20 reps í dýfum
5/3 muscle ups (eða muscle ups-tilraunir)
30/20 reps í dýfum
5/3 muscle ups (eða muscle ups-tilraunir)

Grein 7 – Monster Mash

Hvar: BC salur
Hvenær: fimmtudagur 22.júní kl.19:30

 1. Hlaupa millihringinn + 10 dekkjaflipp + 20 sleggjuhögg
 2. Hlaupa litla hringinn í 10kg vesti
 3. 20 pistols (má styðja sig við) + 20 framstig með 20/16kg sandpoka + 20 axlapressur
 4. Hlaupa litla hringinn í 10kg vesti
 5. 20 snatch með ketilbjöllur (16/12kg) + 20 framstig með sandpoka + 20 axlapressur
 6. Hlaupa litla hringinn í 10kg vesti
 7. 6 ferðir í selagöngu + 20 framstig með sandpoka + 20 axlapressur
 8. Hlaupa litla hringinn í 10kg vesti
 9. 20 sleggjuhögg + 10 dekkjaflipp + hlaupa millihringinn

 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050