Lestu reynslusögur frá
Fólkinu okkar!
Boot Camp hefur hjálpað mér svo mikið. Ekki bara í líkamsrækt heldur líka í minni vinnu. Það að halda út og vera sífellt að bæta sig er eitthvað sem maður lærir á hverri einustu æfingu. Boot Camp er án efa skemmtilegasta og besta líkamsrækt sem ég hef verið í og ég hlakka alltaf til að fara á æfingu!


Ég byrjaði að æfa Boot Camp árið 2014 og var þá í engu formi og ekki búin að æfa íþróttir lengi. Það má segja að Boot Camp hafi gjörsamlega breytt lífi mínu og finnst ég geta sigrað heiminn í dag þökk sé Boot Camp, ég get allt!!
Ég lærði það að þú getur allt sem þú vilt, þú þarft bara að vilja það nógu mikið!
Ég hef prófað öll námskeiðin og elska þau öll!! Svo eru líka svo frábærir þjálfarar í Boot Camp sem gera allar æfingar hrikalega skemmtilegar.

Fyrir 6 árum gekk ég inn í Boot Camp og það var með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Ég komst fljótt í dúndurform og hef verið duglegur að finna mér nýjar áskoranir til að takast á við. Félagsskapurinn er frábær, margir minna bestu vina koma úr Boot Camp og þjálfarateymið er frábært. Ég mæli hiklaust með því enda kominn í mitt allra besta form... til þessa!


Allt við Boot Camp er snilld, hvort sem þú vilt koma í þér í betra form, verða sterkari og hraðari eða bara hitta skemmtilegt fólk á hverjum degi og leysa skemmtilegar þrautir með þeim. Ég myndi mæla með Strength & Conditioning fyrir allt íþróttafólk sem vill huga að líkamanum og vera í sínu besta formi.

Ég hef stundað Boot Camp síðan 2006 og hlakka ennþá alltaf til að fara á æfingu. Ég treysti æfingakerfinu fullkomlega og í meira en áratug hafa þjálfararnir alltaf haldið mér á tánum. Ég hef stundað flestar tegundir af hreyfingu í um 40 ár. Boot Camp er eina kerfið sem ég hef aldrei orðið leiður á eða fundist það ekki virka vel.


Að byrja í Boot Camp er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var í slæmu formi þegar ég byrjaði og hef verið að glíma við ótengd meiðsli en hjálpsemi og þolinmæði þjálfaranna virðast eiga sér lítil takmörk. Það eina sem ég þarf að gera er að mæta og hlusta á þeirra ráðleggingar og það hefur skilað mér frábærum árangri.

Þegar ég byrjaði í Boot Camp árið 2012 hafði ég aldrei stundað neina hreyfingu að viti. Ég var tilbúin til þess að koma mér í gott form og vissi að Boot Camp væri erfitt en aldrei hefði mig grunað hvað það ætti eftir að styrkja mig mikið. Boot Camp hefur veitt mér aukinn styrk andlega, ekkert síður en líkamlega. Ef það er eitthvað sem manni er kennt þá er það að maður getur alltaf MIKLU meira en maður heldur og þjálfararnir sjá til þess að maður uppgötvi það. Þjálfararnir eru einnig manns besta hvatning og fagna með manni þegar maður yfirstígur það sem maður hélt að væri óyfirstíganlegt. Harkan, aginn og trúin sem maður temur sér í Boot Camp er eitthvað sem maður tekur svo með sér út úr æfingasalnum og nýtir á öllum sviðum lífsins.


Ég byrjaði í Boot Camp fyrir 2 árum og það sem greip mig strax var jákvæður krafur bæði í þjálfurum og æfingarfélögum.
Í byrjun var það afrek að komast í gegnum æfingu en í dag rúllar maður henni í gegn með breiðu brosi á vör.
Boot Camp er mér lífsnauðsynlegt svo ég geti stundað þau áhugamál sem ég stunda. Það gefur mér góðan styrk og hefur haldið mér frá meiðslum í hlaupum og á skíðum.


Í mínum huga er Boot Camp svo miklu meira en bara hefðbundin líkamsræktarstöð. Það sem gerir Boot Camp svo einstakt og árangursríkt er fyrst og fremst stemmningin og félagsandinn á þessum magnaða stað. Boot Camp einfaldlega lengir lífið - ég get ekki mælt nógu mikið með því.

Þú veist ekki hvað það er að vera í góðu formi fyrr en þú hefur prófað Boot Camp!