Secret to success

Ef þú varst að vona eftir einhverju auðveldu og óvæntu svari sem myndi leysa allar þínar áhyggjur á einni nóttu – þá er sú lausn ekki til. Við erum hins vegar búin að finna aðferðina til að ná öllum þínum markmiðum og við hikum ekki við að deila henni frítt: þú þarft þrautseigju, viljann til að fórna hlutum til að öðlast aðra og vera reiðubúin/n að gera það sem þarf…ALLA…DAGA!

Fæstum sem hugsa um heilsuna að einhverju leyti finnst ekket tiltökumál að borða hollt frá mánudegi til fimmtudags, velja sér salat í hádeginu og sturta í sig próteinsjeikum. Ef það væri eina sem þyrfti til að verða helskafin maskína með vöðvastyrk skógarbjörns og úthald antilópu, þá væru allir í góðu standi. Þeir sem skara fram úr eru tilbúnir að leggja þetta extra á sig og hugsa um hvað þeir gera alla daga vikunnar en ekki bara þessa týpísku fjóra virku daga og taka svo langa helgi í vellystingum.

Það dekkar umræðuna um mataræðið, þú getur leyft þér hvað sem þig langar í ca 10% tilvika en hin 90% þarftu að velja þá hluti sem færa þig raunverulega nær markmiði þínu, hvert sem það er. Það eitt og sér er samt ekki nóg því ef þú hefur nógu nógu mikinn metnað til að vera að lesa þetta, þá ertu augljóslega með áhuga á að skera þig meira úr pöpulnum. Þú þarft að mæta á æfingar (sama hverjar þær eru) og GEFA ALLT Í ÞÆR, svo lengi sem þú mögulega getur og án þess að stytta þér leiðir. Það verður enginn hrikalegur á því að hanga við vatnshanann eða segja brandara til að kaupa sér frið frá því sem raunverulega skiptir máli. Þú þarft að ýta þér lengra og ögra þér á hverjum degi því það er eina leiðin fyrir líkama þinn að finna fyrir því að hann þurfi að verða harðari en hann var í gær.

Þetta byrjar allt saman á hausnum á þér, ef þú færð hann til að leiða, þá mun líkaminn fylgja og árangurinn verður allt annar en þú hefur vanist hingað til.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050