Skæruliðar

Boot Camp Skæruliðar er líkamsrækt fyrir unglinga sem hafa gaman af því að ögra sjálfum sér. Það geta allir verið með óháð því í hvaða formi þeir eru því æfingarnar eru settar upp þannig að allir fá að svitna jafnt. Við vinnum með alla þætti líkamlegrar hreysti og þegar veður er gott þá æfum við bæði inni og úti.

Ef þú ert að leita eftir einhverju eða öllu af eftirfarandi þá eru Boot Camp Skæruliðar klárlega eitthvað fyrir þig:

  • Þjálfa líkamann á fjölbreyttan hátt og komast í gott form
  • Setja þér markmið og vinna að því að ná þeim
  • Að gera meira en þú vissir að þú gætir
  • Að ná árangri og hafa gaman

Hver tími endar á góðum teygjum og spjalli þar sem krakkarnir fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Vertu með í kröftugum og fjörugum æfingum!

 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050