Skæruliðar

*** Öll námskeið í gangi ***

Sendu póst á alma@sporthusid.is
strax í dag og fáðu frían prufutíma!

Um kerfið

Boot Camp Skæruliðar er líkamsrækt fyrir krakka og unglinga sem hafa gaman af því að ögra sjálfum sér. Það geta allir verið með óháð því í hvaða formi þeir eru því æfingarnar eru settar upp þannig að allir fá að svitna og hafa gaman. Við vinnum með alla þætti líkamlegrar hreysti og þegar veður er gott þá æfum við bæði inni og úti.

Ef þú ert að leita eftir einhverju eða öllu af eftirfarandi þá eru Boot Camp Skæruliðar klárlega eitthvað fyrir þig:

  • Þjálfa líkamann á fjölbreyttan hátt og komast í gott form
  • Setja þér markmið og vinna að því að ná þeim
  • Að gera meira en þú vissir að þú gætir
  • Að ná árangri og hafa gaman
  • Að kynnast hressum og öflugum jafnöldrum

Þjálfarar gefa ráðleggingar um ýmislegt sem tengist heilbrigðum lífsstíl sem ávallt er hægt að leita til. Vertu með í kröftugum og fjörugum æfingum og tilheyrðu þessum flotta hópi!

Skæruliðar 1 (8.-10. bekkur)

Elsti hópurinn okkar er með þrjár æfingar á viku, kl.16:30-17:15 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þetta er fjölbreyttur hópur unglinga á aldrinum 13-16 ára sem æfa Boot Camp ýmist eitt og sér, eða samhliða öðrum íþróttagreinum. Engar tvær æfingar eru eins svo þau fá að upplifa fjölbreytni og skemmtun á æfingum á sama tíma og þau byggja upp grunnstyrk og hreyfifærni sem skilar sér yfir í aðra þætti lífsins. Við erum afskaplega stolt af þessum hóp og höfum byggt upp fjölda hraustra einstaklinga sem veigra sér ekki við hvers kyns áskorunum!

Prófaðu frítt í tvær vikur – þú sért hversu árangursríkt og skemmtilegt þetta er!

Skæruliðar 2 (4.-7. bekkur)

Á mánudögum og fimmtudögum kl.15:15-16:00 mætir annar aldurshópurinn til okkar, það eru 10-12 ára krakkar. Tvær skemmtilegar æfingar á viku er flott líkamsrækt fyrir þennan aldur en þá er hægt að stunda aðrar íþróttir og tómstundir samhliða þessum fjörugu æfingum. Á þessum aldri vilja krakkarnir finna það sem þau hafa raunverulega áhuga á og hugmyndafræðin okkar skilar ekki aðeins líkamlega hraustum krökkum heldur einnig andlega sterkum!

Prófaðu frítt í tvær vikur – við sýnum þér hversu gaman þetta er! 

Skæruliðar 3 (1.-3. bekkur)

10 vikna langt námskeið fyrir 7-9 ára. Æfingarnar fara fram á sunnudögum kl.11:00-12:00 og verða settar upp hressar og skemmtilegar þrautir fyrir þau. Markmiðið er að þau fái að kynnast því af eigin raun hvernig hægt er að stunda skemmtilega hreyfingu og fá fullt út úr því!

Kíktu með Skæruliðann í frían prufutíma og leyfðu honum að kynnast þessu af eigin raun! 

Skæruliðar 4

Yngstu Skæruliðarnir eru 4-6 ára og fá þau líka 10 vikna langt námskeið. Æfingarnar þeirra eru á sunnudögum kl.10:00-10:50 og verða settar upp hressar og skemmtilegar þrautir fyrir þau. Þessir litlu snillingar og framtíðar Boot Camparar mæta með foreldri og saman upplifa þau öll alls kyns skemmtilega hreyfileiki.

Kíktu með Skæruliðann í frían prufutíma og leyfðu honum að kynnast þessu af eigin raun! 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050