Skemmtimót BC
16.júní kl.09:00
Þrír saman í liði – hver með ólíkt hlutverk – kk/kvk/blönduð lið
Þá er kominn tími á að setja sig í gírinn fyrir næstu áskorun okkar. Að þessu sinni höfum við sett saman skemmtilegt mót þar sem þriggja manna lið hjálpast að við að komast í gegnum ákveðna braut. Að þessu sinni fáið þið sjálf að búa til liðin ykkar og mega þau vera kynjablönduð. Þeir sem vilja aðstoð við að finna liðsfélaga leita til okkar þjálfaranna og við setjum saman lið.
Þetta er frábær leið til að tryggja að það verði metnaður í æfingum og mataræði næstu fjórar vikurnar og nægur tími til stefnu. Allir eiga að geta fundið sér hlutverk sem hentar hverjum og einum og við höfum 100% trú á öllum að standast þessa áskorun með glæsibrag. Þetta er langbesta leiðin til að byrja fyrsta leikdaginn hjá Íslandi á HM og horfa síðan á okkar menn berjast gegn Argentínu!
Fyrirkomulag
Mótið fer þannig fram að hver þrír liðsmenn skipa hvert lið. Hver liðsmaður er með ákveðið hlutverk í brautinni og klárar ákveðinn hluta af henni. Hlutarnir eru hins vegar fjórir því liðsmennirnir hjálpast að við að klára fjórða og síðasta hlutann. Hlutarnir eru flokkaðir sem:
- Styrkur
- Þrek
- Þol
- Liðavinna
Fyrsti liðsmaður tekur styrkinn og þarf að klára þann hluta til að sá næsti geti byrjað á þrekinu, þegar hann klárar þrekið þá fer þriðji í þolið og að því loknu hjálpast liðsmennirnir að við að klára liðavinnuna í fjórða hlutanum. Það lið sem kemst hraðast í gegnum alla hlutana fjóra og á skemmstan heildartíma sigrar mótið.

- 50 hnébeygjur með 60/40kg
- 50 bekkpressur með 60/30kg

- 10 ketilbjöllusnaranir með 20/12kg
- 10 armbeygjur á tánum (15 á hnjánum)
- 10 front rack framstig með 2×16/12kg
- 10 uppsetur

- 500m hlaup á Assault bretti
- 50 leggjast kviðinn og standa upp
- 500m róður
