Skemmtimót BC

16.júní kl.09:00

Þrír saman í liði – hver með ólíkt hlutverk – kk/kvk/blönduð lið

Þá er kominn tími á að setja sig í gírinn fyrir næstu áskorun okkar. Að þessu sinni höfum við sett saman skemmtilegt mót þar sem þriggja manna lið hjálpast að við að komast í gegnum ákveðna braut. Að þessu sinni fáið þið sjálf að búa til liðin ykkar og mega þau vera kynjablönduð. Þeir sem vilja aðstoð við að finna liðsfélaga leita til okkar þjálfaranna og við setjum saman lið.

32983286_10156470124819390_8337705649630609408_o

Þetta er frábær leið til að tryggja að það verði metnaður í æfingum og mataræði næstu fjórar vikurnar og nægur tími til stefnu. Allir eiga að geta fundið sér hlutverk sem hentar hverjum og einum og við höfum 100% trú á öllum að standast þessa áskorun með glæsibrag. Þetta er langbesta leiðin til að byrja fyrsta leikdaginn hjá Íslandi á HM og horfa síðan á okkar menn berjast gegn Argentínu!

Fyrirkomulag

Mótið fer þannig fram að hver þrír liðsmenn skipa hvert lið. Hver liðsmaður er með ákveðið hlutverk í brautinni og klárar ákveðinn hluta af henni. Hlutarnir eru hins vegar fjórir því liðsmennirnir hjálpast að við að klára fjórða og síðasta hlutann. Hlutarnir eru flokkaðir sem:

 • Styrkur
 • Þrek
 • Þol
 • Liðavinna

Fyrsti liðsmaður tekur styrkinn og þarf að klára þann hluta til að sá næsti geti byrjað á þrekinu, þegar hann klárar þrekið þá fer þriðji í þolið og að því loknu hjálpast liðsmennirnir að við að klára liðavinnuna í fjórða hlutanum. Það lið sem kemst hraðast í gegnum alla hlutana fjóra og á skemmstan heildartíma sigrar mótið.


14324503_1180420042001379_4907807148602655143_o
1. LIÐSMAÐUR – STYRKUR
 • 50 hnébeygjur með 60/40kg
 • 50 bekkpressur með 60/30kg
Liðsmaðurinn fær tvo rekka fyrir æfingarnar og má hann sem skipta á milli æfinganna að vild. Hann þarf bara að klára báðar æfingarnar til að næsti liðsmaður geti byrjað á sínum hluta.

14258375_1180463088663741_4317228821784072000_o
2. LIÐSMAÐUR – ÞREK
 • 10 ketilbjöllusnaranir með 20/12kg
 • 10 armbeygjur á tánum (15 á hnjánum)
 • 10 front rack framstig með 2×16/12kg
 • 10 uppsetur
Aðilinn færir sig milli æfinganna þar til hann hefur klárað fimm umferðir af öllum æfingum til að næsti liðsmaður geti byrjað á sínum hluta.

26113864_10156088226774390_1325619051169643047_n
3. LIÐSMAÐUR – ÞOL
 • 500m hlaup á Assault bretti
 • 50 leggjast kviðinn og standa upp
 • 500m róður
Liðsmaðurinn fær hlaupabretti og róðravél inn í salinn og fer í gegnum æfingarnar þrjár til að liðið allt geti unnið saman í lokahlutanum.

14257453_853156271486610_2206675999816755973_o
ALLIR LIÐSMENN – LIÐAVINNA
Liðsmennirnir fá einar sjúkrabörur þar sem tveir liðsmenn þurfa að halda á börunum sem þriðji maður liggur á. Hópurinn þarf að komast hringinn í kringum Kópavogsvöll en liðsmennirnir mega skipta um hlutverk eins oft og þeir vilja á leiðinni. Liðið sem á hraðasta tímann í gegnum alla fjóra hlutana sigrar mótið.

Komdu þér í gírinn, byrjaðu að prófa greinarnar, finna þér liðsfélaga og hafðu samband við okkur þjálfarana ef við getum aðstoðað þig við æfingarnar eða að setja saman lið.
Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050