Strength & Conditioning

Strength_front

Grunnnámskeið Strength & Conditioning

Hið vinsæla styrktarprógram okkar hefur verið í gangi í þrjú ár og eru margir gáttaðir á árangrinum sem næst þar. Fyrir þá sem hafa hug á að mæta á námskeiðið höldum við helgar-grunnnámskeið þar sem þú lærir allar helstu lyfturnar, hugtökin og færð skilning á hugmyndafræðinni og hverju við reynum að ná fram á æfingum.

Um kerfið

Strength & Conditioning æfingakerfið var þróað fyrir þá sem vildu styrkjast meira umfram það sem Boot Camp veitti þeim. Strength-æfingarnar eru markvissar og kröftugar þar sem unnið er með stangir, ketilbjöllur, handlóð og eigin líkamsþyngd. Hér er markmiðið að auka hámarksstyrk þátttakenda, kraft þeirra ásamt snerpu og því eru þær sniðnar að þörfum íþróttamanna.

Á æfingum er farið í gegnum skilvirka upphitun sem undirbýr líkamann fyrir þá áskorun sem framundan er á æfingunni, farið yfir hreyfingarnar og tæknina í höfuðlyftunum og síðan er unnið að því að fá sem mest út úr hverju setti hvort sem markmiðið er að auka hámarksstyrk, styrktarúthald, snerpu, liðleika, stöðugleika eða annað.

Með stöngunum geturðu átt von á því að bæta þig í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu, axlapressu, “clean” ásamt alls kyns skemmtilegum útfærslum af þeim. Þegar unnið er með eigin líkama er leitast að því að hafa góða stjórn á líkamanum í sem erfiðustu útgáfum hreyfinganna – allt eftir því hversu skilvirkur hver og einn er.

Úthald er hluti af heiti æfingakerfisins og er einnig unnið með það. Tempóið á æfingunum er gríðarlega gott þó að þátttakendur fái auðvitað næga hvíld til að hámarka getu sína í settunum og kemstu því í gríðalega gott form á sama tíma og þú styrkist á allan hátt.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050