Sumartilboð

Undanfarin áratug höfum við boðið upp á sumartilboð frá maíbyrjun og fram í september. Munurinn á Boot Camp og hefðbundinni líkamsrækt er að við getum gert (og gerum!) æfingarnar okkar hvar sem er og á fjölbreyttan hátt án mikils útbúnaðar. Þegar veðrið er gott og það er freistandi að henda sér út í garð, þá hljómar ekki spennandi að taka æfingu innandyra og pallurinn verður yfirleitt fyrir valinu. Á æfingunum okkar geturðu bókað það að í góðu veðri (þegar fólk kýs helst að vera utandyra), þá færðu svo sannarlega að njóta blíðunnar og taka góða æfingu í leiðinni. Semsagt win-win!

 

Sumartilboðið er líka frábært fyrir þá íþróttamenn sem eru í “off season” yfir sumartímann, vilja halda sér í góðu formi og ögra sér á nýjan hátt. Það er ekki að átsæðulausu að afreksfólk úr flestum íþróttagreinum samtímans á góðan grunn að baki úr Boot Camp og býr enn að honum í dag.

Við hvetjum þig að kynna þér málið og koma þér í besta form lífsins með okkur í sumar. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta á æfingarnar og leggja þig fram – við sjáum til þess að þú uppskerir eins og þú sáir!

Sumartilboðið gildir til 1. september 2017 og kostar 29.990kr. Innifalið í sumarkortinu er námskeið hjá Boot Camp yfir allt tímabilið sem og fullur aðgangur að Sporthúsinu og þeim opnu hóptímum sem eru í boði þar. Byrjaðu strax í dag!

utiaefing

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050