Tactical Training

BC TACTICAL TRAINING er mjög krefjandi námskeið og til að tryggja að allir sem eru á því séu í nægilega góðu ástandi til að takast á við æfingarnar, er ákveðið inntökupróf sem allir áhugasamir verða að standast til að geta verið með á námskeiðinu.

Hvert námskeið er 6 vikna langt og verða sérstakar breytilegar áherslur á hverju námskeiði. Við munum mæla árangur þeirra sem eru á því í upphafi og lokin og því verða þau „þrekpróf“ þar sem lágmarksárangur verður að nást til að viðkomandi fái að taka þátt í næsta námskeiði án þess að þurfa að taka inntökuprófið aftur.

Inntökuprófið:

2km hlaup á Assault bretti

1 ferð í kaðli

10 bekkpressur í röð með 60/40kg

50m í bóndagöngu með 2×40/28kg ketilbjöllur

15 hnébeygjur í röð með 60/40kg

50m í boltaburði með 50/30kg bolta

8/5 dauðar upphífingar í röð

Til að komast á námskeiðið þarf að klára þetta inntökupróf innan ákveðinna tímamarka en hver þau eru verður ekki gefið upp. Eingöngu að lokinni tilrauninni fær hinn áhugasami að vita hvort tíminn hans dugði til að komast inn eða ekki.

Vilt þú ögra þér og ná á toppinn?

rope-climb

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050