Arnar Ragnarsson

Örlögin leiddu saman leiðir Arnars og Boot Camp. Á sama tíma og okkur vantaði einhvern til að sjá um skemmtistarf hjá okkur þá gekk Arnar á fund okkar og var með sömu hugmynd í maganum. Nokkrum vikum seinna var hann búinn að koma sér aftur í sitt besta form og við fengum algjöra gleðisprengju í honum.

Arnar er ekki aðeins frábær þjálfari heldur er hann með einstakt lag að hvetja fólk áfram og byggja upp sjálfstraust þess. Hvort sem hann gerir það á ferðinni með hlaupahópnum eða á æfingum inni í sal, þá er erfitt að finna nokkurn sem kann jafn vel að fá þig til að hvetja sjálfan þig áfram með jákvæðum og réttum hugsunum. BC sannar fyrir fólki að hausinn getur bæði komið þér miklu lengra en þú heldur eða haldið aftur af þér – ef Arnar fær eitthvað um það að segja þá er bara ein leið og það er FRAM á við!

Á þessum tímapunkti ættirðu þegar vera farin/n að elska drenginn en til að tryggja það þá vinnur hann einnig sem æskulýðsfulltrúi hjá KFUM/KFUK, skemmtir framtíðarkynslóðum og er bróðursonur Hemma Gunns heitins.