Fanney Rós Magnúsdóttir

Fanney er uppalin fimleikastelpa frá þriggja ára aldri sem byrjaði í Boot Camp eftir barnsburð árið 2014. Hún mætti skælbrosandi inn á fyrstu æfingu og lagði sig alla fram: hvort tveggja hlutir sem hún gerir enn það daginn í dag. Hún var ekki lengi að ná sér í sitt allra besta form og var fljótt farin að vera fyrirmynd fyrir alla sem æfa með henni þar sem hún tók iðulega þyngstu sandpokana, bauð sig sjálfviljug fram í allar áskoranir og hvatti liðsfélaga sína duglega áfram.

Fanney kom til okkar í verknám í gegnum nám sitt í íþróttafræði og fékk starf við þjálfun samhliða skólanum strax í kjölfarið. Auk þess hefur hún starfað hjá fimleikafélaginu Björk sem þjálfari síðan hún var 17 ára og núna undanfarið sem stjórnandi. Nú er Fanney útskrifuð með B.SC. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og er samhliða vinnu sinni hjá okkur í kostaðri stöðu á vegum HSÍ í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun hjá HR.

Stelpan er ávallt glaðlynd og nær því vel til þeirra sem mæta á æfingar til hennar, en á sama tíma er hún eins og ofurhetja þegar kemur að æfingum og því geta ALLIR litið upp til hennar. Hún kemur okkur ennþá stöðugt á óvart með dugnaði sínum, vinnusemi og kjarki en stelpuna skortir lítið upp á þar. Fanney þjálfar einnig hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði og hefur því bæði reynslu af að þjálfa fullorðna einstaklinga og börn.