Hulda kom inn í þjálfarateymi BC árið 2012 og kom strax inn með krafti. Hún hóf störf sem þjálfari Skæruliðanna en var fljótt farin að þjálfa öll okkar námskeið. Það er gott að mæta á æfingar til hennar þar sem nærvera hennar er svo góð og hún er alltaf kát. Það er mjög lúmskt því hún getur látið þig gera mun meira en þú taldir að þú gætir – hún er sjálf svo grjóthörð að stærstu menn þora ekki öðru en að hlýða fyrirmælum hennar. Ef Hulda kemst í þjálfaraflautuna, þá er voðinn vís!

Hún er íþróttafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig í nuddnámi hjá Nuddskóla Íslands. Henni finnst skemmtilegast að tækla langar áskoranir sem reyna á hausinn og þá sérstaklega með liðsfélögum þar sem hún segist ýta sjálfri sér mun lengra heldur en að æfa/keppa ein. Hún hefur tæklað áskoranir eins og Tough Mudder, næturáskoranir BC, keppti í Guardians of the Hammer keppninni og hefur hlaupið hringinn kringum landið ásamt félögum sínum úr Boot Camp.

mail
Senda Huldu tölvupóst