Róbert Traustason

Róbert er annar stofnandi Boot Camp og hefur séð um þróun og þjálfun þess frá upphafi. Hann fann strax að það að vinna við sitt helsta áhugamál átti vel við hann ásamt öllu því sem fylgdi því að byggja upp orðstír vörumerkisins.

Á rúmum áratug hefur hann þjálfað yfir 15.000 æfingar og hjálpað þúsundum Íslendinga að finna mörk sín. Sjálfum finnst honum gaman að ýta sínum eigin mörkum lengra og hefur m.a. tekið nokkur ofurhlaup (100km götuhlaup og 55km utanvegahlaup), hann kláraði Navy SEALs Hell week námskeið í Bandaríkjunum, farið þrisvar sinnum í Tough Mudder, keppt og unnið fjöldann allan af liðaþrekkeppnum bæði hér heima og erlendis.

Hugmyndafræði Róberts skín í gegnum æfingarnar sem hann býr til þar sem æfingarnar reyna ekki síður á skapgerð og huga þeirra sem þær sækja eins og líkamlega: að þurfa að ögra sjálfum sér og horfast í augu við veikleika sína til að yfirstíga þá. Hann veit að vinnusemi, dugnaður og vandvirkni smitar frá sér í aðra hluta lífsins sem og til fólksins í kringum þig.

Róbert reynir að vera góð fyrirmynd og hikar ekki við að krefjast meira af sjálfum sér en hann gerir af öðrum.

mail
Senda Róberti tölvupóst