Snævar Ingi Hafsteinsson

Þessi Mosfellingur er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og búinn að stunda íþróttir frá blautu barnsbeini. Það skiptir ekki máli hvaða bolta eða íþróttabúnað þú lætur hann fá – hann er góður í þeirri íþrótt!

Þó að það sé stutt í glensið hjá Snævari þá er vandfundinn jafn mikill fagmaður sem spáir jafn mikið í hlutunum og hann. Ef hann biður þig um að gera eitthvað á æfingum, þá geturðu verið viss um að það er góð og gild ástæða fyrir því – eitthvað sem þú hefur gott af og mun gera þig betri, svo það er eins gott að hlusta vel!

Hann prófaði Boot Camp fyrst árið 2010 og í annað sinn árið 2013. Hann hefur viðurkennt að hann var efins um hugmynda- og þjálfunarfræðina en eftir að hafa öðlast meiri innsýn, m.a. með því að klára þjálfarapróf Boot Camp, sá hann að það bjó mun meira að baki heldur en að láta fólk bara gera erfiðar æfingar. Það geta nefnilega allir búið til erfiðar æfingar en það þarf meira til að hjálpa fólki að ná raunverulegum árangri!

Það er auðvelt að hlæja í kringum Snævar þar sem lífið er almennt skemmtilegra í nánasta radíus við hann. Þó að þú sért að berjast á æfingu, þá geturðu haft gaman af því að láta Snævar þjálfa þig og verið viss um að í honum áttu þjálfara sem er að hugsa um besta hag þinn öllum stundum.

mail
Senda Snævari tölvupóst