Þjálfarapróf

Boot Camp hefur skilað af sér fjölda frábærra þjálfara í gegnum tíðina. Allnokkrir þeirra stigu sín fyrstu skref í þjálfun hjá okkur en hafa síðan orðið yfirþjálfarar annars staðar, bæði hér heima og erlendis. Flestir þeirra þakka Boot Camp fyrir að hafa fært þá á þessa braut og standa sig frábærlega í sínu hlutverki í dag.

Til að verða þjálfari hjá Boot Camp þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og eitt þeirra er að standast þjálfaraprófið okkar. Prófið er sett upp af okkur þar sem reynir á þátttakendur til hins ítrasta, bæði andlega og líkamlega. Prófið sjálft spannar heilan sólarhring af bæði verklegri og bóklegri kennslu þar sem þátttakendur fá að kynnast öllu varðandi hugmyndafræðina að baki námskeiða okkar, uppbyggingu æfingaáætlana, gerð æfinga, þjálfun æfinga og margt fleira. Við viljum tryggja það að þjálfarar okkar hafi trú á sjálfum sér og sjálfstraust við þjálfun – þar spilar prófið stóran þátt bæði í að velja réttu einstaklingana og byggja þá upp til góðra starfa.

Föstudaginn 28.apríl 2017 kl.15:00 hefst fyrsta þjálfaranámskeið ársins í Sporthúsinu. 9 þátttakendur eru skráðir til leiks og munu þeir gefa allt sitt í 24 klukkustundir til að sanka að sér fróðleik, gefa af sér til baka, leggja hart að sér við æfingar og taka fyrstu skrefin í þjálfaraferli sínum. Við núverandi þjálfarar Boot Camp hlökkum gríðarlega til að takast á við þetta skemmtilega verkefni með þeim og vonum að þau standist öll!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050