Undirbúningur fyrir Laugaveginn

Það styttist óðum í Laugavegsgöngu Boot Camp. Undirbúningur hafinn og spenningurinn farinn að aukast. Næstu sunnudaga ætlum við að hittast og ganga á fjöll, hlaupa utanvegar eða jafnvel eitthvað í bland.

Að ganga Laugaveginn krefst undirbúnings, það þurfa ekki allir að geta hlaupið marga marga kílómetra til þess að komast á leiðarenda en það þurfa allir að vera búnir að safna þónokkrum kílómetrum í fæturnar áður en farið er af stað. Það er því tilvalið að hittast á sunnudögum til þess að fara í fjallgöngu eða utanvegahlaup. Á sunnudaginn næsta, 28. maí ætlum að hittast við Lágafellslaug í Mosfellsbæ og fara þaðan uppá Úlfarsfell og niður aftur. Þetta er u.þ.b. 9 km hringur sem inniheldur malbikaða göngustíga og frekar bratt klifur á mjóum stígum á Úlfarsfellinu. Eitthvað fyrir alla. Þeir sem vilja hlaupa gera það en þeir sem vilja fara hægar yfir gera það, allir á sínum hraða. Sem sagt rétt eins og í Laugavegsferðinni okkar þá er hægt að fara á mismunandi hraða yfir. Á kortinu hér fyrir neðan sjáið þið leiðina sem farin verður en við förum svo enn betur yfir framkvæmdina þegar við erum öll saman komin á sunnudaginn. Hér er linkur inná kort sem gerir leiðinni skýr skil. http://labs.strava.com/flyby/viewer/#1003495963?c=ge2scx0y&z=E&t=1P9P4qIMG_9123

Þessi 3 fóru hringinn á dögunum og höfðu mikið gaman af.

Hvort sem þið eruð að koma með okkur Laugaveginn eða ekki þá er ykkur velkomið að koma með, þetta verður ekkert nema góð útivera. Við miðum við að það sé hægt að klára þetta eitthvað á undir klukkutímanum en annars má gera ráð fyrir því að vera allt að 2 klst með hringinn.

Mæting stundvíslega kl. 10 við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Klædd í takt við veður og það sem er allra mikilvægst, góða skapið verður að vera á sínum stað.

Úlfarsfell 24.05.17

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050