Verðskrá

Æfingarnar okkar eru keyrðar allan ársins hring og því hægt að byrja hvenær sem er. Þú velur hversu langt kort þú vilt fá þér og hvenær þú vilt byrja að æfa hjá okkur. Boot Camp er hluti af Sporthúsinu og því fá meðlimir okkar einnig fullan aðgang að Sporthúsinu ásamt öllum opnu hóptímunum sem stöðin býður upp á m.a. jóga, foam flex, spinning o.fl. Hægt er að velja um tvenns konar kort: fyrir eitt æfingakerfi eða gullkort þar sem hægt er að mæta oftar í viku og blanda æfingakerfunum saman.

Almenn kort

Hvert æfingakerfi okkar er með þrjár ólíkar æfingar í hverri viku. Þess fyrir utan bjóðum við upp á opnar æfingar en í þær stendur meðlimum til boða að mæta aukalega á – þær taka þó breytingum og því hvetjum við þig að kynna þér stundatöfluna hverju sinni. Í hverju æfingakerfi er fjöldi mismunandi æfingatíma og er þér frjálst að mæta á þeim tíma sem hentar þér best. Þó að það geti verið skemmtilegt að halda sig við ákveðinn hóp til að viðhalda rútínu og kynnast betur æfingafélögum sínum, þá er þér frjálst að flakka á milli hópa innan sama æfingakerfis ef það hentar þér betur.

Gullkort

Þeir sem eru með gullkort hjá okkur geta mætt eins oft í viku og þeir kjósa og valið um æfingar óháð æfingakerfi. Við mælum sterklega með gullkorti fyrir þá sem vilja æfa 4-6 sinnum í viku og hafa fleiri valkosti er kemur að velja sér æfingu við hæfi á hverjum degi. Þannig er hægt að sérhanna æfingaplanið þitt alfarið að þínum markmiðum og velja þannig réttu æfingarnar fyrir þig hverju sinni. Gullkortshafar ættu því að leita sérstaklega oft til þjálfaranna til að fá sem mesta aðstoð við að stilla upp æfingunum að sínum þörfum.

Verðskrá – almenn kort

kr.9990
á mánuði í 12 mánuði

 • Komdu þér í besta form lífsins,
 • ögraðu þér sem aldrei fyrr og
 • vertu hluti af frábærum hópi!

kr.12990
á mánuði í 6 mánuði

 • Upplifðu nýja æfingu í hvert sinn,
 • nýttu þér aðgang að Sporthúsinu
  og kynnstu frábæru fólki!

kr.15990
á mánuði í 3 mánuði

 • 12 vikur af krefjandi, fjölbreyttum
  og skemmtilegum æfingum.
 • Þú sérð ekki eftir því!

kr.17990
Mánaðarkort

 • Flestir prófa einn mánuð fyrst.
 • Eftir 3-4 æfingar á viku í mánuð
 • finnur þú hvar best er að æfa!

kr.18490
Klippikort (10 skipti)

 • Taktu stakar Boot Camp
  æfingar þegar þér hentar og
 • bættu árangur þinn til muna!

kr.11990
Enginn binditími

 • Skráðu þig án bindingar
 • og æfðu eins lengi
 • og þú kýst!

Smelltu hér fyrir alla verðskrána eða hafðu samband við okkur ef þú hefur spurningar!

Verðskrá – gullkort

kr.12990
á mánuði í 12 mánuði

 • Æfðu með okkur allt árið um kring.
 • Frjáls mæting í alla tíma sem og
  aðgangur að Sporthúsinu.

kr.14990
á mánuði í 6 mánuði

 • Náðu hámarksárangri á mörgum
 • sviðum og æfðu fjölbreytt svo
  þú nýtur hverrar æfingar!

kr.16990
á mánuði í 3 mánuði

 • Fyrir þá sem vilja keyra sig í
  gang og prófa alvöru æfingar.
 • Sýndu hvað í þér býr!

Ef þú vilt taka þetta alla leið og æfa enn fjölbreyttar – þá er gullkort málið fyrir þig! Sjá fulla verðskrá hér.

Verðskrá – Skæruliðar

kr.12990
Skæruliðar 1 - 4 vikur

 • Þrjár æfingar á viku auk
  aðgangs að Sporthúsinu
  og opnum tímum.

kr.32990
Skæruliðar 1 - 12 vikur

 • Heilbrigt æfingaumhverfi
  hjá menntuðum þjálfurum.

kr.41990
Skæruliðar 1 - 16 vikur

 • Kláraðu alla önnina
  og náðu hámarksárangri!

kr.9990
Skæruliðar 2 - 4 vikur

 • Skemmtilega uppsettar
  æfingar 2x í viku

kr.22990
Skæruliðar 2 - 12 vikur

 • Fjölbreytni í fyrirrúmi
  og aldrei sama æfingin!

kr.29990
Skæruliðar 2 - 16 vikur

 • Líkamsrækt á að vera
  skemmtileg og hvetjandi!

Hægt er að nýta frístundastyrk upp í námskeiðin – skráðu þig í dag og vertu með!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050