Verðskrá

Æfingarnar okkar eru fjölbreyttar, krefjandi en skemmtilegar og við teljum að þær geti hentað hverjum sem er og hefur metnað til að bæta sig og ná árangri. Við bjóðum upp á grunnnámskeið þar sem hægt er að koma sér af stað og byggja upp gott form. Þar lærir þú helstu hreyfingarnar okkar, hvernig starfsemin fer fram og kynnist þjálfurunum. Enginn er skyldugur að taka grunnnámskeiðið en við mælum með því fyrir óvana. Þeir sem vilja mæta beint á æfingar hjá okkar geta gert það og byrjað hvenær sem er.  Boot Camp er hluti af Sporthúsinu og því fá meðlimir okkar einnig fullan aðgang að Sporthúsinu ásamt öllum opnu hóptímunum sem stöðin býður upp á m.a. jóga, foam flex, hjólatíma o.fl. Það er því úr nógu að velja og í Boot Camp geturðu fundið réttu leiðina að þínum markmiðum!

Í stundatöflunni okkar er fjöldi ólíkra æfinga sem standa meðlimum okkar til boða. Hægt er að hámarka tíma sinn með því að mæta á Boot Camp eða Base Camp æfingu þar sem unnið jafnt í veikleikum sem styrkleikum hver einasti þráður blotnar. Hafir þú áhuga á að byggja markvisst upp aukinn styrk þá eru Strength & Conditioning æfingarnar sérsniðnar til þess. Einnig er hægt að mæta á hlaupaæfingar, skemmtilegar laugardagsæfingar og alls kyns viðburði, áskoranir og aukaæfingar sem við skellum inn mjög reglulega. Þér er frjálst að mæta á þeim tíma og dögum sem hentar þér best. Þó að það geti verið skemmtilegt að halda sig við ákveðinn hóp til að viðhalda rútínu og kynnast betur æfingafélögum sínum, þá er þér frjálst að nýta stundatöfluna okkar til að setja upp æfingaáætlun sem hentar þér best.

Áskriftarleið A

Áskriftarleið A er vinsælasta áskriftarleiðin okkar en þar gerir þú bindandi samningur til 12 mánaða, líkt og þú værir að kaupa þér árskort. Fyrir aðgang að öllum tímum í stundatöflu okkar ásamt aðgangi að Sporthúsinu og þeim opnu hópatímum sem standa til boða þar, greiðir þú aðeins 11.990kr. Þeir sem velja áskriftarleið A fá sérstakan kaupauka þegar kortið er keypt. Að 12 mánuðum liðnum heldur áskriftin áfram nema henni sé sagt upp. Flestir sem æfa hjá okkur völdu sér áskriftarleið B eða keyptu styttra kort í byrjun en eftir að hafa uppgötvað snilldina við æfingarnar, þá skiptu þeir strax yfir í áskriftarleið A sem veitir hagstæðustu kjörin.

Áskriftarleið B

Þeir sem hafa ekki prufað Boot Camp áður hafa kannski einhverjar efasemdir í upphafi. Það tekur þó ekki langan tíma að ef þessar æfingar höfða til þín, þá hefur þú dottið í lukkupottinn til að tryggja hámarksárangur, vellíðan og finna ánægjuna við það að hreyfa þig. Það að þú komist í besta form lífsins og með sjálfsöryggi getir tekist á við nánast hvaða áskorun sem er, veitir þér enn meiri ánægju og hvatningu í að ýta mörkum þínum lengra. Fyrstu vikurnar geta verið erfiðar, en ef þú mætir á æfingarnar, þá sjáum við til þess að tíma þínum er vel varið og árangurinn lætur ekki á sér standa.

Áskriftarleið B er ótímabundinn samningur og þú getur því sagt honum upp hvenær sem er (með tveggja mánaða uppsagnarfresti). Fyrir aðgang að öllum tímum í stundatöflu Boot Camp, ásamt aðgangi að Sporthúsinu og opnum hópatímum þar, greiðir þú 13.990kr á mánuði.

Klippikort og stakur tími

Ef þú nærð ekki að stunda æfingar hjá okkur markvisst í hverri viku en vilt mæta ávallt þegar þú getur, þá mælum við með klippikortinu okkar. Þú færð þá 10 æfingar sem þú getur nýtt þér hvenær sem þér hentar.

Hafir þú áhuga á að koma á stakar æfingar þá stendur það einnig til boða. Allir geta þó fengið eina fría prufuæfingu fyrst með því að koma við í móttöku Sporthússins. Nýttu þér tækifærið og prufaðu æfingu – þú sérð ekki eftir því!

Verðskrá Boot Camp frá 1. sept. 2019

Sporthusid_BootCamp_verdskra_2019

Smelltu hér til að sjá kaupaukann sem fylgir áskriftarleið A.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050