Vorfagnaður BC 2017!

Það er margt svo skemmtilegt við þennan árstíma, sólin rís fyrr á morgnana og hangir á himninum lengur eftir degi, snjórinn hopar í borginni en það er enn hægt að hendast upp í fjall, styttist í páskafrí en fyrst og fremst þýðir vorið bara eitt: VORFAGNAÐUR BOOT CAMP er handan við hornið!

Fyrsti Vorfagnaðurinn var haldinn í mars 2006 sem þýðir að í ár er 12. sinn sem við höldum þessa mögnuðu skemmtun. Eins og svo margt annað var það tillaga frá meðlimum okkar sem fékk okkur til að halda þetta partý og það var svo sannarlega góð hugmynd. Keep’ em coming!

Í ár verður þetta eins grand og hugsast getur: dagurinn er 12.apríl (miðvikudagur fyrir Skírdag), staðurinn er Silfurberg salurinn í Hörpu, við fáum steikarhlaðborð, Hraðfrétta-Fannar og Hraðfrétta-Benni sjá um veislustjórn, Emmsjé Gauti og Keli úr Agent Fresco ætla að rífa okkur úr sætunum og svo ætla Hreimur, Benni Brynleifs, Kiddi Grétars og Biggi Kára að halda okkur sveittum á dansgólfinu til kl.2 um nóttina. Þjálfararnir hafa líka verið í stífum leiklistarbúðum til að Vorfagnaðsmyndbandið verði algjörlega mergjað og hafa fengið fáránlega góðan leikstjóra til að stýra verkinu. Það er búið að tala um að þetta verði í Hollywood-gæðum!

Miðasalan hefst í vikunni og ÞÚ ÆTLAR EKKI AÐ MISSA AF ÞESSU!!!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050