Janúaráskorun: WET & SANDY

nautholsvik

The scene of the crime…

Laugardaginn 20.janúar fer fram fyrsta áskorun ársins en hún hefst kl.10:00. Hér finnur þú allar upplýsingar fyrir hana…

Hvert mæti ég: í Nauthólsvíkina

Hversu lengi verð ég: við byrjum á slaginu 10:00 svo frá 09:55 ertu of sein/n! Þú mátt áætla að klára ca. 90 mín síðar.

Hvað mun ég gera: áskorun byggð á okkar víðfrægu Hell Weekend námskeiðum. Þú skalt klæða þig eftir veðri en hugsa til þess að þú verður að geta hreyft þig vel, þú verður útötuð/útaðaður í sandi í lokin og þú þarft einnig að fara í sjóinn. Ef þú ert ekki til í þetta allt saman – slepptu því þá að mæta. Það verður ekkert hægt að semja um þessa hluti.

Hvað gerist svo: baðaðstaðan í Nauthólsvík opnar kl.11:00 svo þú getur skipt um föt, farið í pottinn og sturtu þar. Ef þú ætlar frekar heim, þá mælum við með að þú klæðir bílsætið þitt í svartan ruslapoka svo bíllinn líti ekki út eins og “sugar cookie”.

Vil ég mæta: HOOYAH!!!

askorun5

A nice nap at the beach…

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050