Base Camp

BaseCamp_front

Janúarsprengja 2018 # 1: 6 vikur í stað fjögurra

Ef tveir eða fleiri skrá sig saman á fjögurra vikna Base Camp námskeið, fá þeir 2 vikur aukalega og gildir kortið þeirra því í 6 vikur. Hversu gott er það: að mæta með vin með sér og fá 50% lengingu á kortinu sínu fyrir það eitt?

Verð: 16.990kr fyrir 6 vikur í BC í stað fjögurra.

Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggið ykkur aukavikurnar tvær!

Janúarsprengja #2: Vinamánuður

Margir hafa prófað hjá okkur áður eða vita bara að þetta er það sem þeir vilja gera. Það er mjög handhægt og þægilegt að kaupa árskort: þú greiðir 9.990kr á mánuði og færð fyrir það námskeið hjá okkur ásamt fullum aðgangi að Sporthúsinu. Þeir sem gera árssamning hjá okkur í janúarmánuði fá að bjóða vini eða maka með sér í heilan mánuð frítt.

Verð: 9.990kr á mánuði í 12 mánuði en frír mánuður fyrir vin fylgir með.

Komdu í afgreiðslu Sporthússins og gerðu árssamning til að fá vinamánuð frítt með.

 

Um kerfið

Base Camp æfingakerfið settum við saman til að hjálpa fólki að byrja í Boot Camp sem taldi sig ekki vera í nægilega góðu formi fyrir það. Eins og annað hjá okkur, erum við stöðugt að þróa og bæta námskeiðin og nú er svo komið að Base Camp námskeiðið er okkar næstfjölmennasta námskeið. Bæði hentar það þeim sem eru að byrja nýir hjá okkur en einnig eru æfingarnar það góðar og skemmtilegar að stór kjarni kýs að vera í því æfingakerfi fremur heldur en Boot Camp.

Æfingarnar eru settar upp með ólíkar þarfir fólks í huga. Það er sama þjálfunar- og hugmyndafræði að baki æfingunum og í Boot Camp en uppsetning þeirra og framkvæmd er talsvert öðruvísi. Í Base Camp er mikið unnið með allar grunnhreyfingar sem við framkvæmum með eigin líkamsþyngd s.s. armbeygjur og hnébeygjur þar sem áherslan er á að auka færni og styrk í gegnum alla hreyfinguna. Hver og einn getur farið í gegnum æfinguna á þeim hraða sem hann kýs og því ættu allir að fá jafn mikið út úr æfingunni. Þeir Boot Camparar sem hafa mætt á Base Camp æfingar hafa haft orð á því að þær séu ekkert léttari því hver og einn stýrir sínu álagi að miklu leyti.

Það er frábær stemning í Base Camp hópunum og því skiljanlegt að margir noti þær ekki sem stökkpall eitthvað lengra heldur sem æfingakerfi til að stunda til frambúðar.

Sumartilboð Base Camp: æfðu með okkur fram til 1. september fyrir aðeins 29.990kr!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050