Mars og Snickers

Áskorun marsmánaðar átti að vera róðrakeppni en þar sem fólk er ekki endilega í stuði fyrir að vera nær dauða en lífi í róðravél daginn eftir stærsta kvöld ársins (Vorfagnað BC 2018) þá verður róðrakeppnin þann 21. apríl svo það er nægur tími til að mastera vélina og eiga geggjaða frammistöðu í henni!

Marsáskorunin verður hins vegar þannig að það verður mæting hingað kl.12:00 laugardaginn 17.mars þar sem við munum sameinast í bíla og aka áleiðis að Helgafelli en áskorunin verður einmitt að klára 50 armbeygjur á toppi þess. Við verðum með Snickers fyrir mannskapinn að armbeygjunum loknum.

Til að gera hlutina meira spennandi þá þurfa allir þeir sem mæta EKKI á Vorfagnaðinn (ef einhverjir eru) að hafa með sér bakpoka sem þolir að lágmarki 20/10kg í formi lóða. Þann bakpoka þarf að bera upp á toppinn sem og að klára armbeygjurnar með á bakinu. Þeir sem mæta á Vorfagnaðinn þurfa ekki að gera það en hafa að sjálfsögðu val um að fá þyngingu ef þeir svo kjósa. Eins og fólk þyrfti einhverja aðra ástæðu fyrir að mæta á Vorfagnaðinn 😉

Blásum í herlúðra, skundum á Helgafell og pumpum nokkrar armbeygjur þar! AOOH!

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050