Skæruliðar

Prufaðu tvær kynningarvikur í Skæruliðana

Núna eru Skæruliðaæfingarnar okkar komnar á hentugri tíma en áður: kl.16:30-17:15 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það ættu því mun fleiri að geta prufað Skæruliðana nú en áður og til að taka vel á móti þeim, ætlum við að bjóða þeim að prufa æfingarnar í tvær vikur þeim að kostnaðarlausu. Þau þurfa aðeins að skrá sig og mæta til okkar í Sporthúsið. Að þeim vikum liðnum ættu Skæruliðarnir að vera tilbúnir í að klára veturinn með okkur.

Verð: 2 vikur að kostnaðarlausu og svo önnin til jóla á 34.990kr.

Skráðu þig með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggðu þér pláss!

Um kerfið

Boot Camp Skæruliðar er líkamsrækt fyrir unglinga sem hafa gaman af því að ögra sjálfum sér. Það geta allir verið með óháð því í hvaða formi þeir eru því æfingarnar eru settar upp þannig að allir fá að svitna jafnt. Við vinnum með alla þætti líkamlegrar hreysti og þegar veður er gott þá æfum við bæði inni og úti.

Ef þú ert að leita eftir einhverju eða öllu af eftirfarandi þá eru Boot Camp Skæruliðar klárlega eitthvað fyrir þig:

  • Þjálfa líkamann á fjölbreyttan hátt og komast í gott form
  • Setja þér markmið og vinna að því að ná þeim
  • Að gera meira en þú vissir að þú gætir
  • Að ná árangri og hafa gaman

Þjálfarar gefa ráðleggingar um ýmislegt sem tengist heilbrigðum lífsstíl sem ávallt er hægt að leita til. Vertu með í kröftugum og fjörugum æfingum og tilheyrðu þessum flotta hópi!

 

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050