Strength & Conditioning

Strength_front

Janúarsprengja 2018 # 1: 6 vikur í stað fjögurra

Ef tveir eða fleiri skrá sig saman á fjögurra vikna Strength & Conditioning námskeið, fá þeir 2 vikur aukalega og gildir kortið þeirra því í 6 vikur. Hversu gott er það: að mæta með vin með sér og fá 50% lengingu á kortinu sínu fyrir það eitt?

Verð: 16.990kr fyrir 6 vikur í BC í stað fjögurra.

Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á gunnhildur@sporthusid.is og tryggið ykkur aukavikurnar tvær!

Janúarsprengja #2: Vinamánuður

Margir hafa prófað hjá okkur áður eða vita bara að þetta er það sem þeir vilja gera. Það er mjög handhægt og þægilegt að kaupa árskort: þú greiðir 9.990kr á mánuði og færð fyrir það námskeið hjá okkur ásamt fullum aðgangi að Sporthúsinu. Þeir sem gera árssamning hjá okkur í janúarmánuði fá að bjóða vini eða maka með sér í heilan mánuð frítt.

Verð: 9.990kr á mánuði í 12 mánuði en frír mánuður fyrir vin fylgir með.

Komdu í afgreiðslu Sporthússins og gerðu árssamning til að fá vinamánuð frítt með.

Grunnnámskeið Strength & Conditioning

Hið vinsæla styrktarprógram okkar hefur verið í gangi í þrjú ár og eru margir gáttaðir á árangrinum sem næst þar. Frá ársbyrjun 2018 munum við halda helgar-grunnnámskeið þar sem þú lærir allar helstu lyfturnar, hugtökin og færð skilning á hugmyndafræðinni og hverju við reynum að ná fram á æfingum.

Verð: 19.990kr fyrir helgar-grunnnámskeið í Strength & Conditioning auk fjögurra vikna í framhaldstímunum.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka grunnnámskeið Strength & Conditioning og við látum þig vita hvenær næsta námskeið byrjar.

 

Um kerfið

Strength & Conditioning æfingakerfið var þróað fyrir þá sem vildu styrkjast meira umfram það sem Boot Camp veitti þeim. Strength-æfingarnar eru markvissar og kröftugar þar sem unnið er með stangir, ketilbjöllur, handlóð og eigin líkamsþyngd. Hér er markmiðið að auka hámarksstyrk þátttakenda, kraft þeirra ásamt snerpu og því eru þær sniðnar að þörfum íþróttamanna.

Á æfingum er farið í gegnum skilvirka upphitun sem undirbýr líkamann fyrir þá áskorun sem framundan er á æfingunni, farið yfir hreyfingarnar og tæknina í höfuðlyftunum og síðan er unnið að því að fá sem mest út úr hverju setti hvort sem markmiðið er að auka hámarksstyrk, styrktarúthald, snerpu, liðleika, stöðugleika eða annað.

Með stöngunum geturðu átt von á því að bæta þig í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu, axlapressu, “clean” ásamt alls kyns skemmtilegum útfærslum af þeim. Þegar unnið er með eigin líkama er leitast að því að hafa góða stjórn á líkamanum í sem erfiðustu útgáfum hreyfinganna – allt eftir því hversu skilvirkur hver og einn er.

Úthald er hluti af heiti æfingakerfisins og er einnig unnið með það. Tempóið á æfingunum er gríðarlega gott þó að þátttakendur fái auðvitað næga hvíld til að hámarka getu sína í settunum og kemstu því í gríðalega gott form á sama tíma og þú styrkist á allan hátt.

Heimilisfang
Sporthúsið Dalsmára 9, 200 Kópavogi
Sími
564 4050