Ólafur Jónas Sigurðsson

Óli er orkuboltinn okkar og enginn þjálfaranna sem á roð í hraða hans og úthald. Maðurinn er eins og vél enda verið í íþróttum alla ævi og frægastur fyrir körfuboltann þar sem hann spilaði í úrvalsdeild hér heima og í Danmörku, ásamt því að þjálfa.

Kappinn okkar kláraði háskólagráðu í heilsufræðum í Danmörku og kom til okkar í Boot Campið í starfsnám sumarið 2014. Þvílíkur fengur sem það var! Þessi öðlingur hefur séð um Base Camp starfið okkar og hjálpað hundruðum að finna loksins gleði við æfingar enda er hann einstaklega léttur í lund og kann eingöngu að búa til skemmtilegar æfingar!

Óli kann svo sannarlega að ögra sjálfum sér og er tilbúinn að biður engan um að gera neitt á æfingum sem hann hefur ekki prófað á sjálfum sér margfalt áður. Hann á einnig eina derhúfu fyrir hvern dag ársins.

Óli starfar í fullu starfi sem kennari við Varmárskóla þar sem BC-hugarfarið mun undirbúa margan nemandann vel fyrir lífið. Auk þess þjálfar hann meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá ÍR – hans uppeldisfélagi.